Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Síða 101
Smjörbú þau, sem mest smjör sendu út þ. á. voru
þessi: Baugsstaðabúið tœp 33,000 pd., Rauðalækjar-
búið rúm 30,000 pd., Hróarslækjarbúið rúm 29,500 pd.,
Rangárbúið 27,700 pd. og Sandlækjarbúið rúm 23,500pd.
Frá Arnessýslu var útílutt rúmur helmingur alls
utflutts smjörs, og úr Rangárvallasýslu tæpl. */» hluti.
Undanfarin ár hafa verið þrjú smjörbú í S.-Ping-
eyjarsýslu, en þetta ár störfuðu að eins tvö. Frá
^jósarsmjörbúinu voru send til útlanda 410 pd. af
4160 pd. Hitt selt í Reykjavik.
Hrossavœktunarfélag Austur-Landeyinga hélt sina
t’analegu árssýningu á hrossum félagsmanna 28. apríl
1913. —50 hryssur og 144 tryppi, 1—4 ára, voru sýnd.
Flest hrossin voru í góðum holdum, og verðlaun
veitt fyrir nokkur tryppi, sem voru faliegust og sýndu
bezta meðferð.
Félagið er nú 9 ára gamalt, og hefir Einar Jóns-
s°n í Miðey verið formaður þess siðan það var stofn-
ab. Að eins 2 hrossaræktunarfélög eru til i landinu,
seni fá 136 kr. styrk frá Búnaðarfélaginu.
Nautgripafélögin eru 19, með samtals 2220 kúm.
Styrkur til þeirra frá Búnaðarfélagi íslands var
R- á. kr. 1,50 fyrir hverja fullmjólkandi kú eða alls
kr- 3265,00.
Sauðfjárkynbótabúin eru alls 7 og hafa flest þeirra
frá Búnaðarfélagi íslands kr. 200,00 styrk árlega hvert
eöa samtals þ. á. 1250 kr.
Sýningar á hrútuni.
Sýningar á hrútum voru haldnar í fyrri hluta
°któbermán. 1912 í nokkrum hreppum í Pingeyjar-
°g Eyjafjarðarsýslum. Búnaðarfélag íslands veitti
“16 kr. styrk til hverrar og hver hlutaðeigandi lirepp-
Ur lagði jafnt til.
(51)
4*