Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Page 105
Steinsteypu-íbúðfuiiúsum
®r nú að fjölga í sveitunum, mest pó í Borgarfirð-
mum. Næstliðið ár voru 4 steinsteypt íbúðarhús
bygö í Stafholtstungum og 4 hús í Leirár- og Mela-
sveit. I Húnavatnssýslu voru bj'gð 5 íbúðarhús úr
steini, siðustu árin og 3 í smíðum sumarið 1913. í
Suður-Þingeyjarsýslu voru nýbygð 3 steinhús og 3 í
smiðum uingetið sumar. — Misjöfn er reynslan með
þessi nýju steinsteypu íbúðarhús, er pví áríðandi að
Þeir, sem ætla að byggja, leiti sér upplýsinga áður
en þeir leggja út í mikinn byggingarkostnað, hvað er
að varast og hverju á að sækja eftir, svo steinsteyptu
húsin verði góð til íbúðar og ekki of dýr.
En æskilegt er, að steinsteyptu húsunum fjölgi og
torfbæjum fækki, ef pau reynast hlý og rakalaus.*)
Refa nppeldi.
Vorið 1912 var Elliðaey á Breiðafirði keypt til
Þess að ala par upp refi. Eyjan liggur l'/* mílu frá
Stykkishólmi, og er að stærð hálf röst að flatarmáli.
Tveir smáhólmar fylgja eyjunni. Einn bær er á eyj-
unni og býr par vitavörður, sem jafnframt sér um
uppeldi yrðlinganna. 55 yrðlingar voru fluttir í eyjuna
næstliðið sumar. Bar lifa peir að nokkru leyti á
skelfiski, sem þeir afla sér sjálfir og á fuglum sem
peir veiða, og er þeim svo gefið hrossakjöt til við-
bótar. — Noklcurt æðarvarp var í eyjunni, og lundi
°g rita verpa þar einnig, en petta alt hlýtur að hverfa
pegar refafjöldinn eykst. Óskandi væri að pessi notk-
un eyjunnar gæfi meiri arð, en pann sem hún gaf
úður, pá mundu fleiri byrja á því að nota eyjar og
hólma, sem nú eru að litlu gagni, á líkan hátt. Reyn-
andi væri að útvega til uppeldis refi frá Grænlandi
eða Kanada.. Af þeim seljast skinnin miklu hærra
verði en af íslenskum refum. Tr. G.
’) Sumt af framanskráðu er haft að efni til eftir »Freyr«.
(55)