Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Page 116
Bréf og bréfspjöld
voru borin út til bæjarbúa frá pósthúsinu í Rvík á
aðfangadaginn og jóladagsmorgun næstl. 17,545 og á
gamlaársdag 11,619 — flest með lukkuóskum.
Heilsuhælið á Yíiilsstöðnm.
Par voru árið 1912 122 sjúklingar; af þeim dóu
30 og 92 fóru þaðan; þar af 45 heilbrigðir.
Útsvör eftir niðurjöfnnn.
1914. Reykjavík: 3920 gjaldendur, útsvör 141,795 kr.
Par af greiða 10 menn, sem hæst útsvör greiða,
21,400 kr.
1913. ísafjörður: 510 gjaldendur, útsvör 19,500. Par
af greiða 11 menn 11,600 kr.
1914. Akureyri: 887 gjaldendur, útsvör 18,700 kr.
Hæst útsvar 1250 kr.
1914. Seyðisfförður: 262 gjaldendur, útsvör 10,000 kr.
Hæsta útsvar 1600 kr.
Kappsund var í Rvík á nýársdag 1914. Erlingur
Pálsson synti hraðast, 50 metra á 33x/2 sek., og fékk
silfurbikar að verðlaunum. Tvö ár áður hafði hann
einnig orðið íljótastur og unnið bikarinn, en í þriðja
sinn varð bikarinn eign Erlings. Hann er 18 ára,
sonur Páls Erlingssonar sundkennara í Reykjavík.
Ad selurinn sé skaðrœðisgripur eru aðrar þjóðir
sannfærðar um og hafa þær sett fé til höfuðs honum.
Danir gefa 2 kr. verðlaun fyrir hvern 'sel, sem drep-
inn er, en Svíar gefa 4 kr. verðlaun. í fjárlögum sín-
um fyrir þ. á. hafa Svíar veitt 38000 kr.|til seladráps.
En hér á landi er selurinn friðaður, ekki að eins á
útnesjum, heldur og á þeim stöðum, þar sem selur
ef allra skaðlegastur, sem eru ósar og mynni lax-
veiðaánna. Miklir hagsýnismenn og fjárhagsíræðingar
erum vér Islendingar fram yfir aðrar þjóðir í þessari
grein, og ef til vill í fleiru.
(66)