Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Síða 120
Líf fugiaiiua.
Árið 1912 voru merktir í Færeyjum 43 mávar til
þess að komast eftir ferðalagi fuglanna. Mávarnir
voru merktir með hring, sem grafið var á, hvar og
hvenær pað var gert.
En seint á næstliðnu ári (1913) var einn af þess-
um merktu mávum skotinn suður á Spáni, en annar
í Marokkó í Afríku.
Hljómburður í loftinn
er eftir sögn loftfaranna misjafn eftir pví, hvort hljóðið
á að berast upp eða niður. Peir segjast heyra hljóð
úr gufuvagnapípum 3000 metra hæð upp í loftið,
byssuskot og hundsgelt 1800 m., hanagal og klukku-
hringingar 1600 m. og mjög kröftuga mannsrödd 1000
m., en ekkert orðaskil nema alt að 500 m. frá þeim
sem hæst geta kallað. — Par á móti heyrist ekki
orðaskil frá manni í flugvél, sem er 100 m. fyrir ofan
pann, sem kallað er til, pótt hann hafi sterka rödd.
Þessi frásögn um hljóðburðinn niður á við, virð-
ist mér koma nokkuð í bága við þá reynslu, sem vér
höfum. Söng lóunnar á vorin höfum vér heyrt jafn-
greinilega pótt hún hafi verið hátt í lofti og langa leið
frá oss, eins og hún væri fast hjá oss; og hó smal-
ans uppi í háfjöllum heyrist langa leið niður í dalinn.
Skrifvélin er uppfundin skömmu fyrir árið 1873,
og var pað ár byrjað að smíða hana til útsölu af
verksmiðju í Ameríku, en á þessum liðnu 40 árum
hefir notkun skrifvélarinnar aukist svo um allan heim,
að undrun sætir. Talið er, að i Pýskalandi einu séu
l'/s milj. skrifvélar, sem kosta nálægt 450 milj. kr.
Bifreiðarvagnar (mótorv.) er annar sá hlutur, sem
ákaflega fljótt hefir flej7gt fram. Síðan peir voru
uppfundnir eru tæp 40 ár. En nú er talið, að í
Bandaríkjunum séu notaðir slíkir vagnar 1,500,000; í
(70)