Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Síða 121
Bretlandi 425,000; Frakklandi 90,000; Pýzkalandi 70,000
og í líkum hlutföllum eru bifreiðarvagnar dreitðir
um flest lönd Evrópu, mest til fólksflutninga og
nokkuð til vöruflulninga.
Kvikmyndir eða lifandi myndir er liið þriðja í
röðinni, sem með áköfum hraða hefir rutt sér til
rúnis á fám árum. Á þeim var fyrst byrjað laust
tyrir aldamótin síðustu, en nú segir nýlega sá mað-
ur, sem þeim málum er talinn kunnugastur, að nú
séu í heiminum 60,000 kvikmyndahús, og árlega muni
vera borgað 250 milj. kr. til alls, sem lýtur að þvi að
afla myndanna og sýna þær. Fyrir 6 árum höfðu
að eins 1000 manns atvinnu við þetta starf.
Árið 1913 voru sett á stofn 350 ný kvikmynda-
félög með stofnfé 38 milj. kr.
Listamenn leikhúsanna eru mjög hræddir við
kvikmyndasýningarnar, því að reynslan sýnir, að þær
úraga til sín megnið af fólksstraumnum, þeirra, sem
vilja skemta sér.
Aflraun.
Prófessor Ringelmann á Frakklandi var aflfræð-
^ogur og skólastjóri; hann notaði lærisveina sína til
ýmsra rannsókna á því, hvernig mannsaflið yrði bezt
ootað; meðal annars getur hann þess, að hann lét
Þá reyna, á hvern hátt þeir gæti dregið mestan þunga
1 hjólbörum eða handvagni. Bezt reyndist það, þegar
Þeir héldu höndunum sinni um hvorn börukjálka og
gengu svo aftur 4 þak; þar næst þegar þeir settu
taug úr vagninum um axlir sér og gengu svo áfram;
nnnna afl náðist þegar þeir óku vagninum á undan
see, heldur en þegar þeir drógu hann eftir sér, en
minst þegar þeir ýttu á eftir honum.
Hann getur þess einnig, hve erfitt sé að fá menn
til að verða samtaka í því að hreyfa þungan hlut.
Hann metur tvo menn jafna 1,86, þrjá menn jafna
(71)