Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Page 126
4. Til að fara rétta leið og læra hyggindi hafa menn
}>rjá vegvísara: íhugun — og sá er beztur. Eftir-
breylni — pað er að nota sér reynslu annara —
en það er Iéttast á metunum. Eigin regnsla, en
hún verður mörgum beizk.
5. Vitið er eðalsteinn, sem ber skærasta birtu, þeg-
ar það er í umgerð af lítillæti og hæversku.
Jíotaðn tfmann vel.
Auðugur maður að fé, viti og lífsreynslu, sem á
yngri árum var bláfátækur, ritaði meðal annars:
»Meðan æskumaðurinn notar vel tímann við nyt-
söm störf, þá er hann á réttri leið. En hvar etur
hann morgunverð? Hvert leitar hann á kvöldin?
Hvar er hann á helgidögum og í tómstundum sínum?
Hann sýnir hugarfar sitt með því, hvernig hann not-
ar frístundir sínar. Mestur hluti þeirra æskumanna,
sem hafa eyðilagí framtíð sína, hafa gert það á kvöld-
in. En flestir þeirra manna, sem hafa klifrað upp á
tind heiðurs og álits, hafa varið kvöldstundunum til
náms eða vinnu eða i félagsskap góðra og hygginna
manna«.
Málshátturinn segir: »Segðu mér hverja þú um-
gengst, þá get eg sagt þér, hver þú ert«.
»Hve mikið lætur hann eftir sig?« er oft spurt,
þegar efnaði maðurinn deyr. En engillinn, sem tek-
ur á móti honum spyr: »Hvaða góðverk sendir
hann á undan sér?«
»Hvað er það bezla, sem menn geta eignast?«
spurði eitt sinn gamall heimspekingur lærisveina
sina, en svör þeirra voru: Frá þeim fyrsta: »lífs-
gieðiv, öðrum: ytsannan vin« og þriðja: »gott hjarlav.
»Rétt sagðir þú«, sagði spekingurinn, »í þessum tveim-
ur orðum eru óskir hinna beggja innifaldar«.
Tr. G.
(76)