Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Page 130
Eftir litla stund fóru að heyrast kvartanir og
reiðiorð úr rúmunum i kring: að ferðamennirnir
^ætu ekki sofið, og pað væri eklci leyfilegt að halda
vöku fyrir peim. Loks kallar feitur auðmaður og
segir: »Pví eruð þér hér með þennan krakkavarg,
öllum til leiðinda? Pví farið þér ekki með barnið
til móðurinnar?« Pví svaraði maðurinn með barnið
og sagði í klökkum róm, að því miður gæti hann það
ekki þótt hún væri með sömu lestinni, því hún væri
liðið lik. Eítir fáar minútur voru fjórar konur hálf-
klæddar komnar á ganginn milli rúmanna, sem buð-
ust til að hugga barnið og — sjá um það á leiðinni.
Auðmaðurinn klæddi sig einnig og gekk til ekkilsins
og sagði: »Eg bið yður að fyrirgefa þau særandi
orð, sem eg sagði. Eg vissi ekki hvernig á stóð, —
hefði eg bara vitað-------«.
Ein af konunum tók barnið sér í fang með blíðu,
svo að það hætti að gráta og sofnaði. Þær sáu allar um,
að þvi liði sem bezt það sem eftir var af ferðinni.
Já, hefði eg bara vitað! Ef menn hefðu þessi
orð oft í huga, þá væri mörg reiðiorð og særandi
ólöluð. Vissu menn um þá byrði, sem margir bera
þegjandi, þá mundu flestir ekki vilja á hana bæta.
Óskastundin,
Til er munnmælasaga um hinn ágjarna Midas
konung í Austurlöndum. Hann óskaði sér eitt sinn,
að alt, sem hann snerti, yrði að gulli. Hann hitti á
óskastundina og óskin var uppfylt. En það varð
honum ekki til ánægju. Maturinn og vínin, sem
hann snerti og ætlaði að neyta, varð að gulli, bæk-
urnar, sem hann ætlaði að lesa, urðu að gulli og
dóttir hans, sem honum þótti mjög vænt um, varð
að gulli, þegar hann tók í hönd hennar.
Pá sá hann loksins, að margt í heiminum er
meira vert en gullið. Hann baðst þvi fyrir í margar
vikur, að hann væri leystur úr þessum álögum.
(80)