Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Side 133
aö fljúga með einn dropa, þangað til hann væri bú-
inn að læma hvern dropa úr Kyrrahaflnu yfir í At-
lantshafið, — pá væri samt ekki kominn miður dag-
ur, hann væri á morgni eilífðarinnar«.
Eigingirni og sjálfselska.
Eigingirnin veðjaði eitt sinn við vini sína um
pað, að hún væri sú valdamesta í heiminum. Hún
sagði, að allir menn væru sínir þrælar, allir beygðu
sig fyrir sér og allir viðurkendu að hún drotnaði
yfir heiminum.
Hún skoraði á þá, sem höfðu veðjað við hana,
að þeir skyldu ferðast með henni um heim alian,
svo hún gæti sannað þeim, að hún hefði á réttu að
standa.
feir urðu við áskorun Eigingirninnar og fóru
með henni land úr landi. Alstaðar sáu þeir, að allir
höfðu hana í hávegum og báru hennar ok með
ánægju.
Loks hélt hún mjög fjölmennan fund í þéttbygðu
landi. f byrjun fundarins gekk hún fram og kallar
með hárri rödd, svo að allir heyrðu: »Er nokkur sá hér
i þessu fjölmenni, sem ekki vill viðurkenna, að eg sé
sú voldugasta drotning á þessari jörðu og sú, sem
mestu ræð?«
Meðan fjöldinn var að kalla og vegsama vald Eig-
ingirninnar gekk fram að hásæti hennar fátæklega
búin kona með ungbarn á handleggnum og tvö börn,
sem héldu i hennar útslitnu föt. Hún var einörð og
djarfmælt og sagði: »Eg beygi mig ekki fyrir þínu
valdi og viðurkenni ekki, að þú sért voldugust allra
á þessari jörðu. Eg ber í brjósti minu það, sem er
voldugra en þú og getur drepið þig«. Pegar konan
hafði lokið máli sinu stóð Eigingirnin upp og sagði
i ergilegum róm: »Eg hefi tapað veðmálinu; eg
gleymdi möðurástinni, þegar eg veðjaði. Hún er neisti
frá kærleikans guði, sem alt sigrar«. Tr. G.
(83) 6*