Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Síða 139
Stærstu skipgengir skurðir lieirasins,
sem hugvitið og mannshöndin hefir gert, eru fimm..
Þar af er Panama-skurðurinn mesta stórvirkið, en
Suez-skurðuriim, milli Miðjarðarhafsins og Rauðahafs-
ins, lengstur. Hann er 160 km. að lengd, 58—100
nietra á breidd. og 8 m. djúpur. Kostnaðurinn 340
niilj. kr. Frakkar framkvæmdu verkið; byrjuðu 1859
og luku því 1869. Árlega fara eftir skurðinum 3500
skip (síðastliðið ár 20 milj. smálestir vörur). En svo
mikið gjald verða þessi skip að greiða, að þrátt fyrir
niikinn kostnað hafa hlutabréfaeigendur stóran ár-
legan ágóða.
Skipaleiðin þvert yfir Svíaríki, milli Gautaborgar
°g Stokkhólms, er á lengd 145 km., breidd skurðarirts
er 32 m. og dýpt 9 m.
Kílar-skurðurinn í þýzka ríkinu er 96 km. á lengd,
21 m. breiður og 9 m. djúpur. Kostnaður 140 milj.
krónur.
Panama-skurðurinn í Ameríku, milli Kyrrahafsins
°g Atlanzhafsins, er á lengd 80 km., breidd 90 m. og
dýpt 12 m. Kostnaður 1590 milj. kr., sem Bandaríkin
teggja til verksins, og auk þess eru ekki taldar 1000
niilj. kr., sem Frakkar lögðu upphaflega til verksins,
sem þeir hafa að mestu leyti tapað.
Manchesier-skurðurinn á Englandi er 56 km. Iang-
nr, 36 m. breiður og 8 m. djúpur. Kostnaðurinn var
280 milj. kr.
Engir af nefndum skurðum eru grafnir alla leið-
ina, heldur eru ár og stöðuvötn notuð nokkuð af
leiðinni, mest þó í Svíaríki. Pví var kostnaðurinn
þar að meðaltali talsvert minni en við flesta hina
skurðina; þó þurfti að búa til stiga1) fyrir skipin við
hliðina á Tröllhettufossi til þess þau komist upp í
1) Frá skipastigum skal verða skýrt svo skiljanlegt verði í
næsta kafla hér á eftir.
(89)