Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Page 141
en allur herskipafloti heimsins og landherinn kostar
á fám árum.
Stór er munurinn á njflsemi þess fjár, sem lagt
er til hernaðar, eða til hinna flmm nytsömu skurða,
sem hér eru nefndir. Tr. G.
Skipastiginn.
Það er von, að lesendum þyki ótrúlegt, þegar
sagt er, að skip gangi upp stiga í bröttum grjótháls-
um. En eg hefl séð sjálfur einn af þessum stigum
og get því lýst honum, þótt síðan séu liðin 50 ár.
Frá Gautaborg upp að Tröllhettufossi eru 7 míl-
ur. Pessa leið fór eg á meðalstóru gufuskipi eftir
Gautelfinni. Á báðar hliðar var fögur sjón. Star-
engi næst ánni, svo þurrar engjar og akrar upp við
fjöllin skógi vaxin. En þó furðaði mig mest á að
mæta 110 skipum á leiðinni og sumum þrímöstruð-
um seglskipum, en vera þó að halda beint inn í
land í Svíaríki.
Þegar skipið var komið upp undir Tröllhettu-
fossinn lá fram undan því skurður, sem lá upp þver-
brattan grjótháls skógi vaxinn. Fegar mér var sagt,
að upp á þennan háls ætti skipið að fara, þótti mér
það í meira lagi ótrúlegt, og tók þvi vel eftir öllu
meðan skipið fór upp stigann.
Skurðurinn er graflnn upp hálsinn því nær fast
við Tröllhettufossinn, og báðar hliðar hlaðnar upp
með slétthöggnum og samanfeldum stórum steinum
neðan frá ánni og upp á hálsbrúnina. 1 skurðinn
eru settar vængjahurðir þvers yfir með rúmlega
skipslengdar millibili.
í neðsta hólfinu var vatnið jafnhátt ánni. Pá var
skipið leitt þar inn og hurðinni lokað fyrir aftan
(91)