Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Blaðsíða 142
það. En í hólflnu fyrir framan skipið var vatnið 6
metrum hærra; var pá dregið upp lok, sem var neðst
á hurðinni fyrir framan skipið, svo að vatnið gæti
runnið í neðra hólfið, sem skipið lá í. Þegar vatnið
var orðið jafnhátt í báðum hólfunum, þá var vængja-
hurðin framan við skipið opnuð og skipið leitt
inn i efra hólfið og hurðinni lokað fyrir aftan það,
og svo hleypt vatninu úr efra hólfinu, þar til, að jafn-
hátt var orðið i báðum. Nú hafði skipið hækkað
upp frá ánni um 6 metra, og svona gekk koli af
kolli, þangað til skipið var komið alla leið upp á
hálsinn.
Eg hefi nú gleymt, hve margar hurðirnar eða
hólfin voru, en minnir þau væru tæp 20, en eg man,
að það var 23/i kl.tími frá því, að skipið fór inn i
neðsta hóifið og þar til það fór úr efsta hólfinu inn
i skurð, sem lá eftir hálsinum inn í Gautelfina fyrir
ofan fossinn.
Farþegarnir höfðu því nægan tima til að skoða
fossinn, sem er vatnsmikiil og hrikalegur, og til að
njóta þess, er hver vildi, í veitingahúsunum, sem var
þéttskipað upp með öllum skurðinum beggja megin.
Það var fögur sjón af hálsbrúninni, að sjá yfir
ána fyrir neðan sig kvislast milli engja og akra og
skógivaxnar fjallshlíðarnar beggja megin.
Sama hugsunin og hér er lýst, er í stigum Panama-
skurðsins, að vatnið í neðra hólfinu er hækkað þang-
að til að jafnhátt vatn er í fremra og aftara hólfinu,
nema hve alt er stórfenglegra við Panama-skurðinn,
og að vatninu úr efra hólfinu er ekki veitt í neðra
hólfið, heldur er það fylt með aðkomandi vatni þang-
að til það er jafnhátt og í efra hóifinu; fyrir það
komast skipin helmingi fljótar upp og niður stigann.
Tr. G.
(92)