Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Qupperneq 143
Balkanstríðið.
Þrisvar voru friðarsamningar gerðir næstliðið ár
á Balkanskaganum. Sá fyrsti var gerður í Lundúna-
borg milli Tyrkja og bandaþjóðanna fjögra (Búlgara,
Serba, Grikkja og Svartfellinga). Annar friðarsátt-
málinn var gerður i Búkarest milli Rúmena og Búlg-
ara og einnig milli Búlgara og hinna þriggja Balk-
anþjóða. Loks var þriðji friðarsáttmálinn gerður í
Miklagarði milli Búlgara og Tyrkja.
Búlgaría var fyrir ófriðinn 96,000 □ kílóm. að
stærð með 3,800,000 íbúum, er nú 134,000 □ km. með
4,600,000 íbúum.
Rúmenía var fyrir ófriðinn 130,000 □ km. með
6,800,000 íbúum, er nú 138,000 □ km. með 7 milj.
íbúum.
Grikkland var áður 65,000 □ km. með 2,900,000
íbúum, er nú 110,000 □ km. með 4,400,000 íbúum.
Serbia var að stærð 48,000 □ km. með 2,500,000
ibúum, er nú 90,000 □ km. með 3,600,000 íbúum.
Montenegro (Svartfjallaland) var 9,000 □ km. með
250,000 íbúum, er nú 16,000 □ km. með 480,000 íbúum.
Albaníuríkið, sem stórveldin settu á stot'n, verður
að stærð 32,000 □ km. með 8—900,000 íbúum.
Tgrkland var í Evrópu 169,300 □ km. með
6,130,000 íbúum, en er nú 19,000 □ km. með 1,600,000
ibúum. Hefir Tyrkjaveldið þá tapað 150,300 □ km.
af landi og 4,530,000 íbúum. Beir, sem eftir eru, eru
flestir i Miklagarði.
Suður-landamerki Albaníu og Grikklands eru ekki
fastmælum bundin enn þá, og forlög eyjanna i Egía-
hafi liggja enn þá undir úrskurði stórveldanna.
Þessi mikli landavinningur sambandsþjóðanna
hefir ekki fengist kostnaðarlítið; hann hefir kostað
mikið fé og mörg mannslíf.
(93)