Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Síða 144
Franskur fjármálamaður reiknar, að herkostnað-
ur og mannfallið i Balkanstríðinu, því fyrra, haíi
verið þannig:
Fallnir, særöir Miljón kr.
Búlgaria 140,000 1,640
Grikkland - 30,000 455
Serbía 79,000 910
Montenegro 8,000 15
257,000 3,020
Tyrkland 100,000 1,450
Samlals 357,000 4,470
Ótalið er hér það, sem ómögulegt er að meta til
verðs. Og það er öll sú eymd, sorg og eignatjón,
sem komið hefir yíir skyldulið og vini þeirra dánu
og særðu, öll landspjöll á ökrum og ávaxtareitum,
sem herliðið hefir farið yfir, öll hús og smábæir, sem
brendir voru til kaldra kola með húsmunum og dýr-
gripum, sem þar voru inni m. m.
Oskaplegt er þetta hernaðaræði hjáþjóðum, sem
kristnar kallast. Ástæðan fyrir striðinu var talin trú-
in — kristinna manna og Tyrkja, — en tilgangurinn
var að ræna Tj^rki löndum, fé og fólki, og til þess er
offrað lífi og heilsu 257,000 manns. Tr. G.
Hafstranniarnir.
Myndirnar tvær hér að framan af hafstraumun-
um eiga að sýna, live ómetanlegt gagn Golfstraumur-
inn gerir löndunum í norðurhluta Evrópu. Fyrri
myndin sýnir Golfstrauminn og Pólstrauminn eins og
þeir eru, en hin myndin á að sýna, hvernig færi, ef
einhver atburður yrði þvi valdandi, að Golfstraum-
urinn breytti rás sinni, svo að Pólstraumurinn yrði
(94)