Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Page 145
einvaldur við þau lönd, sem Golfstraumurinn
vermir nú.
Fyrri myndin sýnir, að Golfstr. b}'rjar við vest-
urströnd Afríku sunnan við miðjarðarlínu og heldur
yfir Atlantshaflð að austurströnd Suður-Ameríku og
svo norður með henni inn í Caribiska-hafið og Mexí-
kóflóann. Par rekst hann á lönd, svo hann verður
að snúa við austur um Flórída og fer þá norðaustur
með austurströnd Norður-Ameriku, en svo beygir
hann fyrst allur nærri í þveraustur, þar til hann
kemur austur í mitt Atlantshaf, þá klofnar hann og
rennur önnur grein hans í sjálfa sig austur við Af-
ríku, en hin greinin beygist í norðaustur að Englandi
og allri vesturströnd Noregs norður í íshaf. Milli
Englands og íslands er greinin svo breið, að Færeyj-
ar og ísland njóta góðs af. Straumurinn kemur að
suðurströnd íslands og fer með landinu norður fyrir
fngólfshöfða, en þar mætir honum Pólstraumurinn
°g beygir Golfstrauminn austur í haf. Ormjó grein
af Golfstraumnum fer vestan um ísland og austur
með norðurlandinu. Sterkastur er straumurinn um
höfuðdag, og þvi hefir reynzlan sýnt, að hafísinn
liggur ekki landfastur við norðurland eftir höfuðdag,
og fram að miðjum vetri.
Svo er álitið, að ef Golfstraumurinn hagaði ekki
göngu sinni svo, sem hann gerir nú, þá mundi Nor-
egur og England og svo sjálfsagt ísland verða alveg
óbyggileg lönd. Stórborgin London yrði þá skýli ís-
bjarna, en ekki manna. Allur norðurhluti Evrópu
mundi einnig kólna, þótt sum löndin yrðu ekki al-
Veg óbyggileg.
í Mexíkóflóanum er hitinn í Golfstraumnum mest
28° C. á sumrum og 25° í Janúar. Straumhraðinn
verður þar mest 7‘/2 kilóm. á kl.t., en að meðaltali
41/2 km., og er það meiri straumur en í mörgum
stórám1). Við Flórída er Golfstraumurinn 800 metrar
1) Pó eg héx- kalli allan hafstrauminn Golfstraum, þá heitir
(95)