Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Side 147
Mexíkóflóans og Kyrrahafsins, voru sumir hræddir
um, að Golfstraumurinn breyttist við það, en nú sést,
að það var fjarstæða, þar sem mikill hluti skurðsins
liggur mörgum metrum hærra en hafflöturinn við
báða enda skurðsins.
Aftur segja aðrir, að ef grunn það, sem Vesturind-
versku-eyjarnar liggja á austan við Carabiska-hafið og
Mexíkóflóann, hækkaði svo við eldsumbrot, að það
alt kæmi uþp úr sjó og yrði að stórum landskaga,
þá mundi Golfstraumurinn breyta stefnu sinni.
Tr. G.
Porskliausarnir.
Pegar eg kom til Reykjavíkur vorið 1893, var
ágætt aflaár, oft kringum 70—80- í hlut á dag af stór-
um þorski. Porskhausasalan varð eftir þvi. Stórar
þorskhausalestir gengu daglega frá Rvík og suður-
strönd Faxaflóa austur í Arnes- og Rangárvallasýslur.
Mér blöskraði skammsýni manna, og sagði við
marga, að þessi kaup og ferðir svaraði ekki kostnaði,
en lestirnar héldu áfram.
Til þess að kynna mér betur þessi kaup keypti
eg stórt hundrað þorskhausa herta — mér var sagt,
að það væri vanalegur hestburður — og fékk mér
vanan mann til að rífa nefnda þorskhausa. Hann
var við það l’/s dag, en þegar eg viktaði whöfðamat-
inn« úr þessum 120 hausum, þá var hann rúm 16 pd.
Mér þótti þetta lítið, keypti annað stórthundrað þorsk-
hausa og fékk annan mann til að rífa, en það fór á
sömu leið.
Pótt maturinn úr hestburðinum væri litill, þá
var þó það verra, að hann var varla mannamatur;
eg sá þegar hausarnir voru þurkaðir. Fyrst voru
þeir lítið eða ekkert þvegnir og svo lagðir á grjót-
garða, sem þá var nóg af kringum torfbæi og smá-
hús. Pegar þurkur og gola var rauk mold og annað
góðgæti af götunni í hausana, en þegar rigndi lengi,
þá slepjuðu þeir; og svo má nærri geta, hvernig
baggarnir hafa litið út, þegar heim kom, eftir rign-
ingu á leiðinni og forugar götur.
(97)
7