Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Side 148
Ef gert er ráð fyrir 4 daga ferð — að heiman og
heim — ofarlega úr Árnes- og Rangárv.sýslum til
Rvíkur eða verstöðva sunnan við Faxaflóa ásamt 1
manni með reiðhest, þá kostar ferðin á dag fyrir 5
hesta kr. 6,25 eða í 4 daga 25 kr. og maðurinn sama
tíma 10 kr. Verð hausanna kr. 2,40. Retta er sam-
tals 37 kr. 40 a., þó slept sé að telja verkið, að rífa
hausana, sem eg borgaði með kr. 4,50.
Maturinn, sem heim kom af þessum 4 hestburð-
um var — segi og skrifa — sextíu og fjögur pd.
Myndin hér að framan af hestinum með þorsk-
hausabaggana er svo há-íslenzk, að hvergi í heimi er
hægt að fá líka mynd. Hún er nú orðin gömul, tek-
in fyrir mörgum árum, þegar hesturinn stóð á Ölfus-
árbrú. Eg hefi átt hana síðan, en hefl kinokað mér
við að setja hana í almanakið, og þar með sýna
skammsýni manna. En af því að eg hefi séð í vor,
að þorskhausakaupin eru að fara i algleyming aftur,
þá læt eg myndina og það, sem hér er sagt, »bara
fljúga«, eins og Húnvetningar sögðu. Tr. G.
Um myndirnar.
Nú heflr verið minst á 6 af myndunum hér að
framan; tvær eru eftir. Sú fyrri er mannsæfln, frá
því að 10 ára drengur er að leika sér og þar til hann
niræður gengur við prik. Myndin ætti að minna ungu
mennina á, að gleyma ekki elliárunum, heldur geyma
til þeirra lítið eitt meðan þrekið og heilsan er í blóma.
Hin myndin er ai' litlum bletti á vestra barmi Al-
mannagjár. Pegar staðið er á veginum í Almanna-
gjá, fáa faðma fyrir sunnan suðurhorn Drekkingar-
hyls, þá sjást klettar á vestri gjábarminum, sem mjög
likist víkingaskipi almönnuðu undir árum. Einkum
sýnist þetta vera svo á kvöldin, þegar klettarnir
dökkir bera við himininn. Myndin er pennadráttur
eftir Guðmund Magnússon skáld. Tr. G.
(98)