Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Page 149
Veðráttufars-ríma
yfir veturinn 1913—14, sérstaklega kveðin í tilliti til
veðráttu á íforðnr- og Ansturlandi nefndan vetnr.
Mörgum þykir mikilsverð | minning liðins tíma,
og þess verð að glögg sé gerð | gagnorð um hann rima.
Ræður mestu, að rétt sé hitt | á rímis-efniviðinn.
Viðfangsstarfið verður mitt | vetur síðastliðinn.
Vildi haustsins haldast ró | helzt til skamman tíma;
þurfti oft storm og þungan snjó | þjóðin við að glíma.
Fyrstu vetrar vikurnar | var ei þörf að lasta;
bjó til stærri breytingar | byrjuð jólafasta.
Rist er margt á skapa-skjöld, | skeð í tilverunni;
Bamþykk reyndust veðravöld | vera breytingunni.
Máluðu hendur hraðvirkar | hauður hvitum litum;
meter-þykk svo mjöllin var | minst, það sannast vitum.
Teikniiistar tilþrifin(u) | til eru engin frægri,
málaði landið meistarinn j mikli á einu dægri.
Nú til engra nytja var | nokkur hagareitur,
flest var hýst til hjúkrunar: | hross, fé, kýr og geitur.
Vóx og tryltist veðra-afl, | varð svo meini blandið,
að á jólum hafíshrafl | hlekkjaði Vesturlandið.
Um margbreytt slys og skaðaskúr, | skröfuðu raddir símans.
Xýársbatinn bætti úr | böli jólatímans.
Alt að dýrlingsdegi Páls | duldist mengi voðinn,
beit þá gripafjöldinn frjáls | foldar haddinn loðinn.
Hugðu fáir goðin gröm, | grimdar fremdu iðju;
varð því mörgum vafasöm | véfrétt Kerta Gyðju.
Þann dag aldrei sólu sá, | svipþung hríð í lofti.
Flytji enginn falska spá | fram úr sínum hvofti.
Þorri sýndi þýða lund, | þegar að dyrum barði;
spiltist eftir stutta stund, | stirfinn reið frá garði.
Þótt hann sýndist vífi og ver | vægur og fús til sátta,
élja-kyngi jós úr sér | jötuninn tiu nátta.
Huldi klaka foldarfald, | fanndýpt engu minna;
ætlaði Góu áframhald | afreksverka sinna.
(99)
7