Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Page 152
vetti eða mjúkri léreftsrýju og bleyta fyrst í vatni;
með því á að ná burt öllum hor og óhreinindum.
2) Líkaminn er lagður á grúfu, svo andlitið horfi
niður, og er bezt að leggja eitthvað fast undir brjóstið,
svo sem samanvafið fat, svo að höfuðið liggi nokkuð
lægra en búkurinn; með þessu móti á vatnið hægara
með að renna upp úr manni.
3) Fyrir hin votu klæði, sem hann er i, skal skifta
um og fá honum þurr föt og volg, svo fljótt sem
mögulegt er. Þeir sem í nánd eru verða að leggja
fötin til eftir þörfum.
4) Þegar vetur er eða ilt veður, verður að flytja
mann inn i hús eða í skjól, og meðan hann er flutt-
ur, á að láta hann liggja á hliðinni á börum, stiga,
hurð eða þvílíku. Geti maður komið honum jafn-
skjótt ofan í volgt rúm, þá er það gott.
5) Til þess að koma andardrættinum í hreyfingu
aftur, er höfð sú aðferð, að likaminn er lagður á
bakið, þannig, að höfuðið og efri hluti líkamans liggi
nokkuð hátt; nú fer maður að honum að aftanverðu,
(102)