Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1915, Page 154
Skrítlur.
N. P. sat við skrifborðið sitt og var að skoða
reikninga sina. Sér hann þá að Stór-Jóhann gengur
fyrir gluggann; kastar hann þá reikningunum og
grípur biblíuna.
Tvisvar var barið á dyr; þá gegnir fyrst N. P. og
segir: »Kom inn«.
Stór-Jóh. kemur inn og segir: »Eg var orðinn
hræddur um, að þér væruð ekki heima; eg barði
tvisvar«.
N. P.: »Æ, fyrirgeflð þér! Eg var svo sokkinn
niður í biblíulesturinn, að eg tók ekki eftir neinu öðru«.
Svo barst talið að biblíunni og vínnautn.
St.-Jóh.: »Eruð þér bindindismaður?«
N. P: »Nei, ekki núna. Eg hefi í mörg ár verið
bindindismaður, en þegar eg fór að sökkva mér nið-
ur í bibliulesturinn, þá sá eg að það er ekki Guðs
vilji, að mennirnir forsmái vínið«.
St.-Jóh.: »Pér meinið líklega brúðkaupið í Kana«.
N. P.: »Ó-nei, ekki beinlínis. Einkum lít eg á
kvöldið, þegar Kristur kvaddi lærisveina sína, þá
sagði hann við þá, þegar hann rétti þeim vínið:
Gerið þetta svo oít sem þér það drekkið í mína
minningu«.
St.-Jóh.: »Pér eruð sannkristinn maður«.
N. P.: »Auðvitað hefir hann viljað, að þeir mint-
ust sín sem oftast«.
St.-Jóh.: »Pér eruð þá eftir þessu að dæma ekki
meðmælandi vinbannsins«.
N. P.: »Ó! — Eg held mér stöðugt fast við biblí-
una. Eg hefl hvergi fundið í henni neitt það, sem
hvetur mig til þess. Á einum stað segir Salómon:
»Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta«.«
St.-Jóh. vildi ekki teQa N. P. frá biblíulestrinum,
tók hatt sinn og kvaddi.
★ *
(104)