Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2004, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2004, Side 6
6 MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST2004 Fréttir DV Höfuðmeiðsl eftir slagsmál Lögreglan í Reykjanesbæ hafði talsvert að gera að- faranótt sunnudags þó margir bæjarbúar hafi skellt sér til Reykjavíkur á Menn- ingarnótt. Tveir menn voru fluttir á Heilbrigðisstofnun- ina vegna höfuðmeiðsla eftir slagsmál í miðbæ Reykjanesbæjar. Fíkniefni fundust einnig í fórum hjá tæplega þrítugum manni á veitingastað í bænum og var hann handtekinn. Hann var þó látinn laus eft- ir yfirheyrslu. Fjórir voru grunaðir um ölvun við akstur á suðurnesjunum um helgina. Heimastjórnar- hátíð á ísafirði íbúar í Kjarrhólma 24 í Kópavogi eru í sálrænni gislingu af ótta við að geðveik kona í húsinu valdi sjálfri sér eða börnum þeirra tjóni. Hún gengur fáklædd um ganga og drukknir vinir hennar rápa inn og út. Heimastjórnarhátíð var haldin á ísafirði um helgina og tóku um ellefu hundruð manns þátt í hátíðinni. Hún var sett með því að eldur var tendraður og hélt Ólafur Ragnar Grímsson hátíðarræðu þar sem hann minntist sérstaklega á einn mann. Það var Sigurður Bjarnason í Vigur sem er eini núlifandi þingmaður- inn sem sat lýðveldisfund- inn árið 1944. Glæsileg flugeldasýning fór svo í loftið þar sem eldfoss steyptist fram af klettunum í kring algjörlega óvænt. Búið var að fela þessa flug- elda þannig að þetta kom öllum á óvart. Byrja skólarnir ofsnemma? Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur "Já, mér finnst þeir byrja of snemma, sumarið hjá krökk- unum styttist töluvert við þetta. Ég hefði gjarnan viljað að börnin fengju að leika sér lengur í góða veðrinu. En þetta er nú kannski vegna þess að þessa stundina er ég umborð í Baldri, að leggja að bryggju í Stykkishólmi og þarf að rjúka í bæinn eftir dásam- legt sumarleyfi á landsbyggð- inni. Svo börnin mín mæti í skólann á réttum tíma." Hann segir / Hún segir "Nei, það finnst mér ekki. Langa íslenska sumarfríið er hannað fyrir gamla samfélag- ið. Nú hafa fæstir útivinnandi foreldrar tök á að sinna börn- um sínum á sumrin og bændasamfélagið er að mestu vélvætt svo ekki fara þau í sveit að læra á sveitamenn- inguna. Þau væflast um á sumrin eða taka þátt írándýr- um námskeiðum." Grfmur Atlason þroskaþjálfí „Við óttumst mest af öllu að hún kveiki í sér einhverja nóttina því hún reykir. Við erum hálft í hvoru í gíslingu hér í blokkinni og vitum ekki hvað gerist næst,“ segir Guðbjörg Gísladóttir, hús- móðir í Kjarrhólma 24, en íbúarnir eru búnir að fá nóg af sam- býli við geðsjúka konu sem býr í íbúð á vegum Félagsþjónust- unnar í blokkinni. Guðbjörg hefur búið í Kjarr- hólmanum í tvö ár en allar íbúðirn- ar nema þessi eina eru venjulegar eignaíbúðir. Hún segir lögreglu og sjúkrabifreið svo að segja daglegan gest fyrir utan blokkina en svo virð- ist sem enginn hafi umsjón með fársjúkri konunni. ‘‘Hún hefur ekki valdið neinum skaða enn, en við vitum ekki hvenær kemur að því. Börnin eru logandi hrædd við hana og þora ekki út ef hún er að ráfa í stigagang- inum en það gerir hún mörgum sinnum á dag. Hún er þá oft fá- klædd og illa til reika og við getum alltaf búist við henni inn á okkur ef við gleymum að læsa að okkur. Þá getur verið erfitt að koma henni út aftur. Hún lyktar illa og úr íbúð hennar leggur oft megna ólykt. Verst af öllu er að það fylgir henni alls kyns óþokkalýður sem kastar af sér þvagi í anddyrinu og situr að drykkju inni hjá henni,“ segir Guð- björg. Óttast að hún kveiki í húsinu Guðbjörg segir íbúana standa saman í að gera það sem í þeirra valdi stendur til að koma konunni undir manna hendur. Hún sé ekki manneskja til að búa ein og það sé ekki lengur hægt að leggja það á íbúana að fýlgjast með henni. "Við óttumst mest af öllu að hún kveiki í sér einhverja nóttina því hún reykir. Hún gæti líka breytt sér í fugl og flogið fram af svölunum og börnin komið að. Einn morguninn kom maðurinn minn að henni í aft- „Einn morguninn kom maðurinn minn að henni í aftursætinu á bíinum hans þar sem hún satsem fastast og neitaði út." ursætinu á bflnum hans þar sem hún sat sem fastast og neitaði út. Taldi sig vera í leigubfl," segir Guð- björg og játar að ekki hafi staðið af konunni bein ógn en því meiri óþægindi. Pillur í færi barnanna í blokkinni „Við höfum margoft rætt við fé- lagsmálayfirvöld í Kópavogi en þau hljóta að bera ábyrgð, án árangurs. Lögreglan stendur ráðþrota og er ekkert að flýta sér til okkar lengur þegar við hringjum. Ekki alls fyrir löngu lá hún hér fyrir utan íbúðina mína þegar ég opnaði og allt í kringum hana voru pillur og pilluglös. Hvað ef börnin komast í þetta?" spyr Guðbjörg sem er orðin þreytt á ástandinu. Hún segir ætt- ingja konunnar ekki sinna henni en öðru hvoru hverfi hún í tvær þrjár vikur og þá líði öllum betur. “Við gerum kröfu um að þeir sem eiga að bera ábyrgð geri eitt- hvað áður en stórslys hlýst af,“ seg- ir Guðbjörg að lokum og ákallar fé- lagsyfirvöld í Kópavogi. bergljot@dv.is Hart deilt um hetjudáðir Johns Kerry Neita að vera repúblikanar Hópur gamalla hermanna sem hafa sakað John Kerry, forsetafram- bjóðanda demókrata, um að hafa greint ranglega frá hetjudáðum sínum í Víetnam, þver- tekur fyrir að vera á mála hjá Repúblikanaflokknum. „Enginn segir okkur hvað við eigum að segja,“ segir Van Odell einn félaga í samtökum sem hafa birt margar auglýsingar og skrifað bók. Skilaboð mannanna er að Kerry hafi ekki verið heiðarlegur í frásögn sinni af því þegar hann vann sér inn purp- urahjarta. Málið hefur orðið eitt heiftúðugusta baráttu- málið í forsetakosningun- um og kemur það mörgum demókrötum spánskt fyrir sjónir að svo fast sé skotið. Þeir saka her- mennina gömlu um lygar og hafa sýnt fram á verulegar veilur í mál- flumingi þeirra. Demókratar eru sann- færðir um að framboð George Bush standi á bakvið hinar neikvæðu auglýsingar. Kerry hefur kært auglýsingamar og vill að bannað verði að sýna þær í sjónvarpi. Talsmaður Bush hefur neitað því að fram- boð forsetans sé á bakvið auglýsingarn- ar. Fylgismenn Kerrys hafa slegið til baka og birt auglýs- ingar um að á meðan Kerry hafi barist hetjulega í Víetnam, hafi Bush svikist undan herþjónustu. John Kerry Gagnrýnirþá sem efast um hetjudáðir hans ÍVIetnamstrlðinu og sakar Bush um að vera á bakvið nei- kvæðar auglýsingar. Guðbjörg Gísladóttir Hún segist óttast mest aföllu að konan kveiki I einhverja nóttina og blokkin verði eldi að bráð. Danskur yfirmaður 1 hernum Níðist á undirmönn um sínum í fyrradag birti danska Ekstra bladet mynd sem heldur betur sjokkeraði þjóðina. Myndin ku vera tekin í júní stuttu eftir að myndirnar hryllilegu úr Abu Ghraib-fangelsinu sjokkeruðu heiminn. Myndin sýnir Kristian Richardt, yfirmann í hernum, skælbrosandi miða hlað- inni byssa að höfði félaga síns sem er með fötu á hausnum. Danskir hermenn hafa staðfest að myndin sé tekin á skrifstofu Richardts f Camp Eden í suðurhluta frak. Skrifstofa hermála hefur staðfest að fleiri hermenn hafi orðið fyrir barðinu á yfirmanninum. Richardt getur átt yfir höfði sér brot á reglum hersins og refsingin við því getur verið allt að eitt ár. Miðað með byssu Kristian Richardtæfði sig á undirmanni sínum en gæti nú þurft að sitja I fangelsi I eitt ár. Danski herinn er undir mikilli pressu nú því fréttir herma að þeir hafi vitað af uppátækjum Richardt í nokkurn tíma án þess að gera neitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.