Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2004, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST2004
Sport DV
ÚRVALSDEIID
ENGLAND
Urslit
Southampton Blatkburn 3-2
1 -0 Kevin hhilíps (32!, I I
Barry f nrguson (50,), 1 -2 haui
Ditkov (67,), 2 2 Anders
Svénsson (74 ), 3- 2 Jantes
íieattie, víti (90.),
Blrmingham-Chelsea 0 1
0 I Jot> Cole (68,j
Charlton - Portsrnouth 2-1
1 0 Jason Euell (73 ), I 1 Patrlck
Berger (53,j, 2-1 sjálfsmark (87,)
Crystal Palace -Everton 1 -3
1 -0 Mark Hudson (9.!, 1 1
l homas (jravesen, viti (19.), I 3
Thomas Gravesen (62.), 1-3
Marcus Bent (82,1
Fulham-Bolton 2-0
1-0 Aiidy Cole ('>.). 2- 0 Andy
Cole (82.).
Liverpool Man, t ity 2-1
0 I Nicolas Anelkð (*15 ), I I
Milan Baios (48.), 2 l Steven
Gerrard (75 ).
Newcastle-T ottenham 0-1
0 -1 lintoíhee Atouha (51,)
Man. Utd.-Norwích 2-1
1-0 Davirt Bellion (32.), 2-0 Alan
Smílh (50 ), 2-1 Paul McVeigh
(75.).
WBA-Aston Villa 1-1
0 I OI.it Melberg (-11, I 1 Neíl
Clement (.18.).
Arsertal Middlesbrough 5-3
1 -01 liierry Henry (25,), 1-1
ioseplt Desire loh (-11), I 2
limrny I lasselbaink (50 I, I 3
í i.mck Queudrtie (53.), 2 3
Dennis Bergkamp (54 ), 1 i
Josa Antomo Reyes (65.), 1-1
liobeit Piies (65.), 5 3 Ihierry
I ienry (90.).
Nottingham Forrest lék 47
deildarleiki i töö án þess að
tapa fr.i 20. növemhet 1977 (il
9. desembei 1978 Nottingham
liðið tapaöi loks fyrir Uveipool
sent varð seinna um vorið
bnglandsmeistari.
Arsenal vann tvo siöustu leíki
sin.i tfmabilið 2002-03 og
tapaöi síðan ekki leik i fyna (38
leikir á timabili), unnu Everton
4 1 í fyrst.i leik timabilsins og
svo Middlesbrough i g.i’t
Fjórir leikmenn i liöi Arsenal
hafa skorað tvö rnórk í fyistu
tveinun umferðunum og liðíð
hefur skorað alls 9 mörk i þeim.
helr Dennis Bergkamp, Thietry
I leniy, Jose Antonio Reyes og
(lobeit Pires liafa allír skoraö
tvö mörk og Píres b.cöi eftir að
hafa komið inn á sem
vaiamaðui
Arsenal jafnaöi met Nottingham Forest og lék sinn 42. deildarleik í röð án þess aö
tapa í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liðið vann Middlesbrough, 5-3, þrátt fyrir að
hafa lent 1-3 undir og það er virðist ekki vera hægt að vinna þetta lið.
Enn eitt
Arsenal-liðið er ótrúlegt. Það sýndu menn Arsene Wenger enn
einu sinni í gær þegar þeir komu aftur eftir að hafa lent 1-3
undir gegn Middlesbrough og tryggðu sér 5-3 sigur og léku þar
með sinn 42. deildarleik í röð án þess að tapa og jöfnuðu 25 ára
met Nottingham Forest. Arsenal er á toppnum en Chelsea fylgir
þeim fast eftir. Þetta eru einu liðin með fullt hús.
Það eru 15 mánuðir síðan
Arsenal tapaði síðast deildarleik.
Það var gegn Leeds í lok tímabilsins
2002-03 og það er erfitt að sjá þetta
frábæra lið tapa leik. Dæmi um það
er hvernig Arsenal-menn brugðust
við því að lenda 1-3 undir í gær. Það
tók Dennis Bergkamp innan við
mínútu að minnka muninn og eftir
að þeir Robert Pires og Jose Antonio
Reyes skoruðu tvö mörk á sömu
mínútunni var Arsenal komið yfir 12
mínútum síðar. Það var síðan
Thierry Henry sem innsiglaði
sigurinn með sínu öðru marki í
leiknum.
„Við sem vorum inn á vellinum
áttuðum okkur ekki einu sinni á því
sem við höfðum afrekað," sagði
Thierry Henry og lofaði fyrirliðann
Dennis Bergkamp. „Sem betur fer
leit Dennis út fyrir að vera 20 ára en
ekki 35 ára.
Leiðinlegt en stigin koma
Lærisveinar Jose Mourinho hjá
Chelsea eru með fullt hús eftir fyrstu
tvær umferðirnar en sigrarnir hafa
hvorki verið sannfærandi né
skemmtilegir á að horfa.
„Þetta var áfail en við fdeyptum
Chelsea úr prísundinni með því að
nýta ekki færin okkar," sagði Steve
Bruce, stjóri Birmingham, og
Mourinho hrósaði liðsmönnum
Bruce. „Ég skil fólk sem finnst við
hafa spilað illa en Birmingham
spilaði líka mjög vel. Ég er mjög
ánægður með liðsandann í mínu liði
og hvernig allir menn liðsins spiluðu
vörnina. Ég skipti Joe Cole inn á til
þess að lífga upp á sóknarleikinn
þannig að ég hugsa ekki bara um
vörnina," sagði Mourinho eftir leik.
Umræddur Cole skoraði einmitt
eina mark leiksins fimm mínútum
eftir að hann kom inn á.
Sá ekki leikinn!
Kevin Keagan kvartaði bæði yfir
dómaranum sem og Rafel Benitez,
stjóra Liverpool, eftir 2-1 tap Man.
City á Anfield. „Herra Benitez
verður að fara læra það að hann á
að sitja í sfnu sæti meðan á leik
stendur. Það er lítið pláss fyrir
okkur á hliðarhnunni á Anfield og
hann stóð allan tímann. Það er
erfitt að koma hingað og ná í stig en
ég verð að fara heim og horfa á
leikinn á myndbandi því ég sá
ekkert fyrir Benitez," sagði Keagan
en hann vildi einnig meina að
dómarinn hefði verið farinn að
skipuleggja örugga brottför af
vellinum í leikslok sem hann taldi
benda til að umræddur dómari léti
undan pressu áhorfenda.
Það voru þeir Milan Baros og
Steven Gerrard sem gerðu útslagið
fyrir Liverpool og sáu til þess að
skelfileg mistök markvarðarins Jerz
Dudek skiptu ekki máli. Dudek
missti boltann til Nicolas Anelka
sem kom City yfir en þeir Baros og
Gerrard lögðu upp mörk hvor
annars og tryggðu Liverpool fyrsta
heimasigurinn undir stjórn
Benitez.
„Við töpuðum leik sem við
áttum að vera búnir að vinna í
hálfleik. Þeir vörðust vel og það er
hægt að hrósa þeim fyrir það en við
vorum engu að síður rændir," sagði
Bobby Robson eftir 0-1 tap hans
manna í Newcastle fyrir Tottenham
á St. James. Kamerúnsld
landsliðsmaðurinn Thimothee
Atouba skoraði sigurmarkið rétt eftir
hlé og Tottenham vann sinn fyrsta
sigur undir stjórn Jacques Santini.
„Ég var ánægður með mitt hð og það
að við náðum góðum sigri á erfiðum
útivelli. Þegar við spilum gegn
mönnum eins og Shearer, Bellamy,
Rober og Jenas þá leggur maður
áherslu á vörnina frá fyrstu mínútu
og hún lagði grunninn að sigri
okkar," sagði Santini eftir leikinn.
Alan Smith skoraði glæsilegt
mark og lagði upp annað í 2-1 sigri
Manchester United á nýhðum
Norwich. Nýliðarnir ógnuðu marki
United mikið í lokin, minnkuðu
muninn á 70. mínútu og komust
mjög nálægt því að taka með sér stig
frá Old Trafford. Alex Ferguson var
samt ánægður með leikinn og fannst
sigurinn ekki vera í hættu. „Við
spiluðum vel og áttum að bæta við
þriðja markinu til þess að guiltryggja
sigurinn. Alan hefur gert góða hluti
fyrir okkur, gerir öllum
varnarmönnum lífið leitt og í
þessum leik var hann stórkostlegur.
Hann minnir mig orðið á Mark
Hughes og markið hans var einmitt
dæmigert mark fyrir Hughes.
Gravesení stuði
Thomas Gravesen skoraði tvö
mörk fyrir Everton sem vann 1-3
útisigur á nýhðum Crystal Palace.
Everton sýndi með þessum sigri að
þeir eru ekki á hraðferð niður úr
deildinni og stjórinn David Moyes
JJ
Ég verð að fara heim og horfa aftur á leikinn á myndbanc
ekkert íleiknum fyrir herra Benitez. KevinKea^an sa^ðiaðRafael8eniíczhefsiver
Bolta bullið
eftir
Stefán
Pálsson
í síðustu viku mættu meira en 20 þúsund manns á Laugardalsvöllinn. Með fýllstu virðingu fyrir karókí-
bandinu hans Einars Bárðarsonar og sígildum (og sífelldum) flutningi Geirs Ólafssonar á gömlum Sinatra-
slögurum, mætti allt þetta fólk fyrst og fremst til að horfa á ítalska landsliðið leika vináttulandsleik.
Aulaleikarnir í Aþenu
Þremur dögum fyrr mættu helm-
ingi færri áhorfendur á annan fót-
boltalandsleik ítala. Það var enginn
vináttuleikur, heldur mikilvæg viður-
eign í riðlakeppni á meintu stórmóti.
Tæplega 9.500 áhorfendur sáu ítali
leggja Japan að velli á Ólympíuleik-
unum, 3-2. Alberto Gilardino frá
Parma, sem í fýrra var næst-
markahæstur í Serie A, skoraði
tvisvar. Við megum þakka fyrir
að Gilardino var fjarri góðu
gamni í Laugardalnum.
öllum stendur á sama eftir sigur-
inn á miðvikudaginn, skömmuðust
íslenskir íjölmiðlar yfir þögn ítalskra
starfsbræðra sinna um leikinn. Hvað
mætti þá segja um hið fullkomna
áhugaleysi á fótboltakeppni Ólymp-
íuleikanna? Svo virðist sem öllum sé
skítsama. Ekki kæra Grikkir sig um
þessa keppni, svo mikið er víst. Um
20 þúsund manns horfðu á hvern leik
heimamanna, einkum skólakrakkar
sem fengið höfðu frímiða til að af-
stýra hneyksli. Á sama tíma fylgdist
gríska þjóðin spennt með marka-
lausu jafhtefli í vináttulandsleik Evr-
ópumeistaranna gegn Tékkum á úti-
velli.
Fótboltakeppni karla á Ólympíu-
leikunum er brandari. Hún er svar Al-
þjóðaknattspymusambandsins við
Inter-toto keppninni eða íslenska
deildarbikamum. Það þarf ekki ann-
að en að renna yfir liðin í fjtírð-
ungsúrslitunum: Malí, frak, Ástralía,
Suður-Kórea og Kosta Ríka! Einungis
Argentína, Paragvæ og Ítalía em nöfn
sem klingja einhverjum bjöllum.
Lengi vel átti fótboltakeppni ÓL að
heita keppni áhugamanna. Fyrir vik-
ið unnu gervi-áhugamenn frá
kommúnistaríkjunum í hvert einasta
skipti. Með tímanum urðu meira að
segja kommamir leiðir á úrslitaleikj-
um Búlgara og Austur-Þjóðveija og
hættu að nenna að senda sín sterk-
ustu lið.
Síðar var keppninni breytt í ung-
lingamót, sem engir nema Afrikubú-
ar höfðu áhuga á. Núna em sterkustu
Afrikuþjóðimar líka búnar að missa
áhugann. Þess vegna fær Malí að láta
ljós sitt skína, en Nígería, Kamerún
og Suður-Afrika em hvergi nærri.
Hver er tilgangurinn?
Hvaða tilgangur
Einn og einn þekktur knatt-
spymumaður dettur inn á Ólympíu-
leikana og enginn skilur hvað hann er
að gera þar. Þannig em stuðnings-
menn Manchester United æfir yfir að
Christiano Ronaldo hafi skellt sér til
Aþenu í stað þess að taka þátt í upp-
hafsleikjum tímabilsins. Sennilega
hefði það mætt meiri skilningi ef
Ronaldo hefði skrópað til að flatmaga
á sólarströnd með súpermódeli. Það