Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2004, Blaðsíða 25
DV Fókus MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST2004 25 Biðin styttist fyrir áhugamenn um starf Þjóðleikhússtjóra. Metnað, þor og þol, verða menn að hafa sem sækjast eftir djobbinu, en dugar það til; er þetta nokkuð spennandi djobb? Hver nennir að hafa stjórn á 250 starfsmönnum kvölds og morgna, virka daga og helgar, þeirra á meðal hundrað hungruðum leikur- um? Reyndar var ráðuneytið ekki alveg klárt á stefnunni þegar staðan var auglýst síðla sumars; umsækjendur voru beðnir sérstaklega að gera grein fyrir áætlunum sínum um húsið og starfsemina þar. Sem er reyndar nokkuð óvenjulegt þegar starf er auglýst, starf sem hefur verið til í fimmtíu og fimm ár, í stofnun sem á sér hátt í aldarsögu og hefur skýrt hlutverk í lögum. Vantaði ráðu- neytið hugmyndir? En hvað um það. Við vildum kanna hvað felst í þessu djobbi, hver er vinnutíminn, launin og helstu starfs- aðstæður? Hvað er framundan? Eru ljón á veginum eða heilagar kýr? Ærumorðingjar og rógtungur í hverri gátt? Eða er þetta bara dans á rósum? Starf Þjóðleikhússtjóra hefur ekki breyst mikið á þeirri hálfú öld sem lið- in er frá vígslu hússins 1950. Um- hverfis stjórann hefúr fjölgað skrif- stofufólki, skipulagsstjóri varð til í húsinu fyrir áratugum, yfirbygging hefur vaxið hægt og þétt. Leikarahóp- urinn stækkað og umsvifin orðið meiri. Þjóðleikhússtjórinn hefur sam- kvæmt stöðunni nú ótal þræði í hendi sér, sjálfstæði einstakra deildarstjóra er nokkuð en hönd yfirmannsins er aldrei fyirri. Starfið hefur mótast mjög af persónulegum stjómunarstíl Stef- áns Baldurssonar sem hefur gegnt því nokkuð á annan áratug. En starfsramminn virðist vera það hvikull að menn geti fært hann til eft- ir þörfum og vilja; þannig virðist auð- velt að kalla fleiri til ábyrgðar, kjara- samningar gera ráð fyrir að hægt sé að grípa til valdútfærslu í starfinu, bæði í verkefnavali, jafiivel í stjóm og ábyrgð á tilteknum leiksviðum, eins og hefúr reyndar verið gert víða í stærri leikhússtofnunum erlendis, síðast í breska þjóðleikhúsinu með góðum árangri. Veldur sá er heldur. Ertu A-stofnun eða B? Eitt af alfekum Stefáns var að koma rekstri hússins úr B-hluta ríkis- sjóðs inn í A-hlutann. Virðist sú lausn ekki síst hafa komið til sökum lífeyris- skuldbindinga sem em miklar og fara betur í stóm tölunni fyrir ríkissjóð í heild en í sérstökum fjárlagalið á hverju ári, Þjóðleikhúsið gat ekki frek- ar en aðrar ríkisstofiianir borið þær byrðar eitt og ósmtt sem rfldsstofnun íB-hluta. Sú breyting hafði annað í för með sér; ráðuneyti fjánnála ber orðið ábyrgð á öllum kjarasamningum sem gilda fyrir starfsmenn hússins, leikara og alla aðra. Fjárhagsleg ábyrgð Þjóð- leikhússtjóra á rekstrinum sem er skýr samkvæmt lögum er því að stærstum hluta flutt yfir í ráðuneytið. Eftir situr ábyrgðin að velja verkefnin, skipa þeim niður á dagatalið og starfsmenn þannig að jafn og sam- felldur straumur leikhúsgesta liggi um húsið. Það þarf áttatíu til hundrað þúsund leikhúsgesti á hveiju starfsári svo að meðaltalið haldist í aðsókn; það hefur farið hæst í eitthundrað og mttugu þúsund gesti á ári og lægst í nærri sextíu þúsund. Nú þarf fleiri sviðsetningar en fyrr til að ná settum mörkum, enda sviðin þrjú, en ekki eitt eins og í upphafi eða tvö eins og þau vom lengst af. Má einhverju breyta? í tvígang hafa leikhússtjórar ráðist í breytingar á leikarahópnum: Sveinn Einarsson og Stefán Baldursson reyndu báðir að hnika til, sögðu upp leikurum og leikstjórum og fengu bágt fyrir; stéttarfélög leikcira og leik- stjóra mám hagsmuni þeirra sem var sagt upp meira en hagsmuni hinna sem höfðu enga vinnu. Sá sem sækist eftir starfinu er þannig fangi ráðn- ingarsamninga sem fyrirrennarar hans hafa gert og getur sig h'tið hrært í því vistabandi. Víða erlendis hafa svipaðar hræringar í stærri leikhúsum kostað menn heilsu, æm og starfsfrið. Spumingin nú er hvort nýr maður fær tilstyrk ráðuneytis til að gera breyt- ingar ef hann kærir sig um slíkt. Ertu byggingarfræðingur? Öllum sem til þekkja ber saman um að nýr maður verði að reka húsið í einhver ár gegnum nýjan endur- byggingarfasa. Eins og kunnugt er kostaði hundmðir milljóna að breyta ffamhúsi aðalsalar hússins og gera við aðalinngang fyrir nær fimmtán ámm. Þá var eftir aðstaða baksviðs og ytra byrði sem mun vera efst á óska- listanum; múrhúðunin er að hrynja af húsinu og veldur víða skemmdum innanhúss. Hver sá sem hættir sér í starfið ætti að hafa á hreinu hvernig ráðuneytið ætlar sér að standa að endurbótum á húsinu. Varla verður Árni Johnsen einvaldur í þeim efnum í annað sinn. Mun vera til ítarleg áætlun hvem- ig staðið skuli að endurbyggingu hússins, fjármimir sem hafa farið í það undanfarin ár hafa rétt dugað til að slökkva elda. Tækjabúnaður er endumýjaður hægt og telja menn að þar þurfi að taka á. Spumingin er bara þessi; verður gengið svo rösklega til verks í endurbótum í þessu nær sjötíu ára húsi að best verði að loka því alveg meðan á viðgerðum stendur? Vera kann að nýr Þjóðleikhússtjóri verði að leiða flokk starfsmanna í önnur hús, eitt eða fleiri, og reka leikflokkinn þaðan um einhvem tíma. Fimmhundruð millur í fang- inu. Vitaskuld er eftir talsverðu að slægjast: sá sem rekur Þjóðleikhús hefur hálfan milljarð í rekstur en verður að halda vel á spöðunum. Víst hefur leikhúsið verið rekið innan marka undanfarin ár, en h'tið má bera út af í almennri aðsókn til að halli myndist. Spyija má hvort rekstur Þjóðleikhússins sé í raun ekki of viða- mikill; hvort sýningar þess taki ekki of mikið rúm á markaði sjálfstæðra leik- hópa og leikflokks LR. Leikflokkurinn sé ekki of stór í rauninni, margar hendur liggi þar ónotaðar svo mán- uðumjafnvel misserum skipti. Svo- kallað tilraunasvið í gömlu íþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar er afar óhag- kvæmt, bæði fyrir áhorfendur og hstamenn. Stóð til í ffumáætíunum stjómarráðsins um nýjar ráðuneytis- byggingar á Amarhvolsreit að rífa húsið, en eitthvað em ráðuneytis- menn að heykjast á því. Þá er bent á að Þjóðleikhúsið hafi ekki sinnt landsbyggðinni að neinu ráði, ferðir með sýningar hússins em stopular og þar standi húsið ekki undir nafni. Þó að húsið þurfi ríflega hálfan milljarð í bein fjárframlög frá rfldnu, þá leggur reksturinn ffam á bilinu fjórðung til þriðjung með miðasölu í púkkið, sem er langtum meira en þekkist í sambærilegum húsum í nágrannalöndum okkar sem geta reitt sig á styrk sem dugar víða fyrir níu ti'undu hlutum af rekstrar- kostnaði svona leikhúsa víðast hvar. Foreldir, elska, fantur. Sá sem vill djobbið þarf að kalla til starfsmenn sem hafa ekki aðeins reynslu heldur lika rflcan metnað til að bæta sig. Hann verður að kunna að stilla saman krafta svo einn bæti annan, hann er í senn þjálfari og fyr- irliði. Sagan sýnir að leikhússtjóra- starf er oftast vanþakklátt og þeir sem í þann stól setjast verða snögglega auðugir af viðhlægjendum. Það þarf í djobbið harðan skráp, vitsmunalega slægð og tiltekið mis- kunnarleysi til að keyra starfshð fram á ystu nöf og lengra í fjölda tilvika. Þá getur verið gott að hinn kjörni sé glaðbeittur sjálfsauglýsingamaður, kunni að koma fram og gera sig og sitt sem glæsilegast með orðskrúði. Á það getur reynt þegar ekki tekst til sem best á sviðinu. Gullinn árangur er aldrei tryggur. Reynsla áskilin? Reynsla er ekki skilyrði sam- kvæmt sögunni. Guðlaugur Rósen- krans var nánast reynslulaus í rekstri leikssýninga þegar hann hóf störf 1949. Sveinn Einarsson var slægur markaðsmaður og hóf Leikfélag Reykjavíkur til vegs og virðingar á níu árum, svo ekki skorti hann reynsluna þegar hann tók við starfinu 1972. Gísh Alfreðsson hafði mikla reynslu sem leikari og leikstjóri, bæði innan og utan hússins, og Stefán hafði starf- að um árabil sem leikstjóri og leik- hússtjóri. Þeir voru því öllum hnút- um kunnugir. Starfið krefst djúprar þekkingar á íslenskum leikhúsmark- aði og leikhst beggja vegna Atlants- hafsins, víðtækrar þekkingar á bók- menntum og sögu þjóðarinnar, auk þeirrar náðargáfu að geta í senn hvatt menn og gagnrýnt. Hljóta menn að Kta í senn til þess hvað umsækjendur hafa til að bera í rekstrarreynslu og kunnáttu í listrænum efnum. Þrír þeirra sem hafa setið stólinn hafa verið leikstjórar sjálfir og því leiðst út í að velja sér verkefrii og vinna þau meðfram stjórastarfinu. Ekki er ólflc- legt að settar verði skorður við slflcu nú sökum hagsmunaárekstra sem af því hljótast af ýmsu tagi. Þarf einhver próf? Menntun er kjörorð dagsins og samkvæmt meginreglum ríkisins í orði um veitingu embætta ætti menntun að gilda talsvert. Fyrri stjór- ar í starfinu höfðu mismikla mennt- un: Guðlaugur gamalt kennarapróf, Sveinn sænskt meistarapróf í leik- sögu, GísU leikarapróf frá Þýskalandi, Stefán gamalt sænskt BA í leiksögu og sálfræði. Nú um stundir eru viðmiðin önnur; í sambærileg störf er krafist meistaraprófs hið minnsta og helst doktorsprófs ef viðmið menntakerfis og ráðuneytis eru notuð. En ráðherr- ann mun vega og meta próf og reynslu. í hvaða flokki ertu? PóUtísk tengsl hafa aUtaf hjálpað. Reyndar hefúr ráðuneyti mennta- mála undir stjórn sjálfstæðismanna ekki gott orð á sér um óvilhaUa skip- an í embætti póUti'skt. Þorgerðar Katrínar bíður því þrautin sú að hún láti ekki flokkskírteini eitt sér duga mönnum í stólinn. Bæði Guðlaugur og GísU sátu undir þvx' aUa sína tíð að flokkshoUusta þeirra hafi dugað þeim í stólinn, meðan Sveinn og Stefán bjuggu báðir við það orðspor að Ust- ræn reynsla og þekking hafi fyrst og fremst fleytt þeim á Hverfisgötuna. í vor varð nokkuð uppnám þegar konur í leikUstarbransanum eftidu til samtalsfunda og rifu karlkyns leflcar- ar hár sitt í þeirri trú að kvennabylt- ing væri í vændum. Var öU sú uppá- koma hin kátlegasta. Vitaskuld verð- ur skipað í starfi út frá hæfileikum og reynslu, en það er ekki tUvfljun að í þetta starf hafa karlar eingöngu ráð- ist. Samkvæmt sögunni ætti því ekki að skemma fyrir að vera með typpi. Vinna 9-5? Ó nei. Og hvernig er vinnutíminn: AUir dagar, öU kvöld, árið um kring, fimm ár hið minnsta. Störf leikhússtjóra í stofnun sem þessari geta kaUað á slflct álag - og ætla má að sumir þeir sem hafi sinnt starfinu hafi reyndar unnið þannig; lagt aUt sitt líf undir. Þetta er kröfuhart djobb. Og hver eru launin? Laun greiðast samkvæmt úr- skurði kjaradóms og þeim starfsald- ursþrepum sem þar eru tUgreind. Það er því erfitt að tUgreina hver laun eru. Þá er starfið þess eðUs að það heimtar vinnu um kvöld og helgar og greinarhöfundi er ekki kunnugt hvemig sátt hefúr verið miUi ráðu- neytis og núverandi starfsmanns um greiðslu eftirvinnu. Ljóst má þó vera að þetta er með stærri djobbum í rflc- iskerfinu. Formaður Leikskáldafélags ís- lands, Ámi Ibsen, sagði í fjölmiðlum fyrir skömmu að hann teldi að um- sækjendur um starf Þjóðleikhús- stjóra yrðu vel á annan mg. Hefur pressan gert sér nokkurn mat úr til- gátum um hvetjir sæki og hverjir ekki. Það er Þjóðleikhúsráð sem hef- ur umsagnarskyldu hver komi helst tU greina af þeirra hálfu. Ráðherra þarf ekki að hlusta á það og getur skipað hvern þann umsækjanda sem henni sýnist að henti vel í starfið. Langar þig að verða Þjóðleikhús- stjóri? Páll Baldvin Baldvinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.