Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Side 25
DV Fókus MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 25 * Frumsýning Þjóðleikhússins á föstudagskvöldið sætir ekki tíðindum, en margt þótti Páli Baldvin Baldvinssyni fallega gert í sviðsetningu Kjartans Ragnarssonar á Svartri mjólk. Svikahrappar og harmar beirra Arnbjörg og Ólafur Ambjörg HlífValsdóttirog ÓlafurEgill Egilsson farameð aðalhlutverkin í Svartri mjólk. Sögur af svikahröppum hafa lengi fylgt okkur. Þær eru í eðli sínu kristilegar dæmisögur um ranga breytni. Illur fengur illa forgengur. Þær skopast að þeim sviknu, ein- feldni þeirra og heimsku, lofa á parti klæki hrappanna, draga síðan fram hvað samband þeirra er brigðult, oft þannig að annar vill snúast til betri vegar (hinn ekki) og gerir það oft og rænir þá sinn illa meðreiðarsvein fengnum og gefur fátækum. Svört mjólk Það sætir nokkurri furðu að Svört mjólk skuli hafa hlotið þær góðu undirtektir í Evrópu sem raun ber vitni. Verkið er gamaldags í formi og inntaki, vísar okkur á móralskan hátt og augljósan frá villu nútímalífs og harðneskju borganna heim í sveitina, burt frá vörusölu með góð- um hagnaði, yflrborðsmennsku lífs- gæðakapphlaups til gamaldags góð- mennsku. Öllum hugmyndaheimi verksins er stillt upp með gamaldags klisjum sem eru pikkfastar í minn- inu. Ekkert nýtt Það er þess vegna ekkert nýtt við þau Ljovstík og Lillu, nær þrítugan smásala og yngri sambýliskonu hans. það sem er nýstárlegt fyrir okkur er að þau eru stopp á rússs- neskri lestarstöð einhvers staðar í miðju landi á afdönkuðu landbún- aðarsvæði þar sem fólk tórir á sjálfs- þurftarbúskap. Þau hötsla inn á þetta lið brauðristum á okurverði. En Lilla er á steypinum og fær í lok fyrri þáttar hríðar, eftir hlé er barnið fætt og þau á heimleið. Lilla breytt kona og vill reyna aðra lífs- hætti, en okkar maður er ekki alveg á því. Andstæður Hér er verið að draga fram and- stæður sem hættar eru að verða trúverðugar: í dreifbýli er sömu harðneskju að finna og í þéttbýli. Sprúttsalarnir sveitarinnar eru sama skítapakkið og þau þokka- hjúin. Trúleysi og trú kann í sam- hengi við samfélagsástand fyrrum austantjaldslanda að skipta veru- legu máli fyrir afkomu fólks. Það er jú ein af meginniðurstöðum skálds- ins að trú sér einstaklingnum nauð- synleg eigi hann að komast af. Ahorfendur greinir á um það. I nær aldagömlu leikriti eftir Gorkí var tekist á um sömu viðhorf. Þá var niðurstaðan sú að maðurinn yrði að hafa trú því hann þrifist á blekk- ingunni. Fanturinn í plott sem þetta þarf góðan fant: Ólafur Egill ræðst í sitt fyrsta stóra hlutverk. Hann er kraftmikill leikari, mjóradda og hættir til að beygja sig stöðugt fram, hefur ekki fengið þá líkamlegu þjálfun sem hann hefur sárlega þurft á að halda í Listháskóla íslands þar sem kennaraliðið gapir hvað mest um líkamlega beitingu. Leikstjóri hans hefur ekki leiðbeint honum betur en svo að hann er stöðugt hokinn. Hún lýtir leik Ólafs og hann verður að taka sérstaklega á þeim slæma sið. Af hverju? Vegna þess að hann er skýr í mótívasjón, hugsandi og al- varlegur leikari með sýnilegan metnað og vilja til að skila sínu verki vel. sem hann hér gerir prýðilega að flestu leyti. Hann skortir reynslu til að fyUa hlutverkið stöðugt með nær- veru, en á stórum pörtum er leikur hans heiUegur og megindrættir per- sónunnar klárir. Stelpugerpið Arnbjörg nær sterkari tökum í gærunni LiUu, þó umskipti hennar verði hálfvolg. Þegar hún eignast barn og lætur af fyrri hegðan, er erfltt að kaupa þann strokna heUag- leika sem Arnbjörg lýsir. Miðað við eldri ham persónunnar ætti hrein- leiki hennar að vera gervflegri, finnst mér. En túlkun Kjartans og Arn- bjargar er önnur. Arnbjörgu hefur verið treyst fyrir býsna stórum ruUum í Þjóðleikhús- inu og þessi túlkun hennar er tví- mælalaust það heUstæðasta sem ég hef séð frá henni og skýrt dæmi um framför. Aðrar konur og karlar Smærri hlutverka skal getið: Jó- hann Sigurðarson fór meistaralega með langt eintal í uppphafl leiksins; LUja Guðrún var þekkUeg sem sprúttsali í miðasölu, en sökum þess hve hlutverkið er í raun mikið sóló á löngum parti saknaði ég að þau leik- stjórinn skyldu ekki leggja meiri rækt við hið smáa hjá persónunni. Það gerði Kristbjörg aftur í sinu litía hlutverki. Er það vUjandi gert að draga al- veg úr þeim undirþætti fléttunnar að gamla konan ætlar sér að eitra fyrir ungu hjónunum? Þáttur Kjartans var ansi daufur, og það er ekki afsakanlegt þrátt fyrir Þjóðleikhúsið á Smíðaverk- stæði: SvÖrt mjólk eftir Vasilij Sígarjov. Þýðandi: Ingi- björg Haraldsdóttir. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Leikmynd: Vytautas NarbutasBúningar: Filippía Elísdóttir. Hljóðmynd: Sigurður Bjóla. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikendur: Jóhann Sigurðarson, Ólafur Egill Egils- son, Arnbjörg Valdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Krist- björg Kjeld, Kjartan Guðjónsson og fleiri. Leilchús fámennan sal og lítil hlutverk að manna sýningu sem þessa með áhugamönnum, enda datt hún nið- ur eftir það langa atriði sem er svo smágert í skopi sínu að það er bara fyrir þrautþjálfaða. Yfirbragð og útlit Sýningin leit prýðUega út. Hún var eins og allar sýningar í þessari salarskipan Smíðaverkstæðis háð sömu annmörkum í hreyflmynstr- um sem leggjast aUtaf í jafnarma þrí- hyrninga. Þessar sýningar eru hugs- aðar fyrir sviðsop. Það er aum sjálfs- blekking ef húsið, stjórn þess og leikstjórar trúa að hér fari fram ein- hver tUraun með rými. Þetta er hefð- bundin rammasýning sem er holað niður í kjaUara af einhverri óskUjan- legri ástæðu. í lok verksins víkja höfundar sýn- ingarinnar frá skrifuðum lyktum leiksins og laga þau að sinin túlkun. Við því er fátt að segja. Það skýrir ekkert betur, bætir engu við: í því fólst ofsögn ef eitthvað var. Það er bara til marks um einlægan brota- vUja leikstjóra og samstarfsmanna hans á höfundarrétti, partur af meinloku leikstjóra að þeirra partur af sýningu sé svo mikilsverður að þeir geti vaðið yfir verk lifandi höf- unda á skóm númer 46. í þetta sinn áttu þeir ekkert erindi. Þá var ljósagangur og hljóð full yfirkeyrt - jafnvel á þeim pörtum þegar ástæða var tU, að ekki sé talað um hina, þar sem hljóð átti litið er- indi. Sú nýjung, komin að austan, að hljóðvæða sýningar til að sfyrkja eða andæfa texta eða athöfn er óþarfa eftirhermi kvikmynda og ofnotað orðið hér á landi. Hvernig var sýningin frú... Svört mjólk er hefðbundið leikrit með skýrum persónum og augljós- um boðskap. Það er ágætíega flutt og sviðsett. Það nær því aftur ekki að gera manni bylt við, skekja tauga- kerfið, vitsmuni og tilfinningar. Sú saga sem það segir af tveimur samviskulitlum höstlerum er því miður aUtog kunnugleg tU að vera sér rússnesk. Ef tU vUl er sá kunnug- leiki sem rússneskur heimur verks- ins sýnir okkur og sannar eitthvað sem ætti að vekja okkur tU umhugs- unar. Mánudagar Keimilislæknirinn Þriðjudagar Fjölskyldumaðurinn Miðvikudagar Sálfræðingahjónin Kynlífsráðgjafinn Neytendamál r W \ 1 ! 'í^ / / É « * * r Á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.