Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 48
Shakespearefræðinga í Evrópu og Ameríku. Hann er
frumkvöðull pess, að í öllum skólum í Bretaveldi, í
Bandaríkjunum og á Frakklandi er Shakespeare Day
(Shsp. dagur), 23. apríl, haldinn heilagur og hátíð-
legur. Sá dagur er dauðadagur Shakespeares og (hér
um bil handvíst) fæðingardagur hans líka; er hann
þá leikinn, lesinn upp, sagt frá honum, verðlaun gefin
þeim, sem er bezt að sér í honum. íslendingum er
miklu nœr en Frökkum að halda þann dag helgan
í minningu þess eina manns, sem kemst í jafnkvisti
við íslendingasögur og Eddu. Lady Macbeth t. d. er
á við Brynhildi Buðladóltur, Hallgerði langbrók og
Guðrúnu Ósvífursdóttur. Slíkt skapandi afl, er lýsir
sem leiptur á nótt, hefir enginn mennskur maður átt
í eigu sinni síðan á söguöld, og þó þekkti Shakespeare
hvorki Eddu né sögurnar.
Gollancz heldur fyrirlestra um Shakespeare við
háskólann og víðar. Hann er forseti Shakspeare-fé-
lagsins (Shakespeare Association). Prekvirki var að
koma út Hyllingabók Shakespeares — Book of Homage
— í miðjum ófriðnum, 1916 í 300 ára minningu árs-
ins 1616 sendu þá 166 rithöfundar, í öllum menntuð-
um löndum lieimsins, lof og last um Shakespeare, í
bundnu og óbundnu máli, Síam, Kína, Japan, Arme-
nia, og eru þýðingarnar prentaðar jafnhliða frum-
málinu. Kafbátar sökktu stundum próförkum o. fl. á
innleið eða útleið, t, d. 100 eintökum af kvæði síra
Matthíasar á leiö til Akureyrar frá Oxford, þar sem
bókin kom út.
Gollancz var herraður 1919. Sögðu blöðin þá, að
það hefði átt að herra hann miklu fyrr, og nefndu,
að það væri aðallega kröfum hans að þakka, að hið
brezka vísindafélag (British Accidemy) var stofnað 1903,
enda hefir I. G. verið skrifari þess alla tíð siðan og aflað
því vegs og virðingar og mikils fjár frá auðmönnum, því
að hann er allra manna lagnastur að ná í fé hjá
auðkýfingum til gagns fyrir vísindi og bókmenntir.
(44)