Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 106
átti kyn til (systursonur síra Gunnars Pálssonar og
Bjarna landlæknis). Síðar urðu mægðir með þeim
Geir byskupi og síra Páli, með þeim hætti, að Árni
sonur byskups, fekk dóttur síra Pals. í Lbs. 303, 4to.,
eru nokkurar vísur, er þeim fóru í milli í bréfum,
byskupi og síra Páli (þar teknar »eftir Journal við
stiftsarch.«, eins og þar stendur).
í bréfl 5. mars 1807 hafði sira Páll í bréfl ávarpað
byskup svo:
Pegar hann herra Geir með geir
gerir mér að rita,
fæ eg jafnan meir og meir
margfróðlegt að vita.
Pví svaraði byskup svo í bréfi 3. apríl næst á eftir:
Nú er krumma-geir fyrir Geir
gugnaður að rita,
þó skyldur sé hann um meir og meir
móins hóla bryta.
Enn síðar í sama bréflnu er vísa sú (»Vinir fækka,
heilsan hnignar«), sem prentuð er i Biöndu (sögu-
fél.) III. bls. 232 og áður í Huld I. bls. 79 (úr lagi
færð). Lýtur hún að basli byskups og fjárþröng; lét
hann raunar ekkert slíkt á sér festa, þótt hann ætti
við að búa alla ævi.
í næsta bréfi Páls til byskups (4. júlí 1807) er
þessi gamanvisa:
Pér látin klerka að kenna
kalla eg brjál fyrir Pál;
fregn er flogin með penna,
fyrr en prest þrýtur sál.
Um giftingu getur enginn,
glóandi Amor frýs,
Venus til Grænlands gengin
á gráhvitum borgarís.
Margt er hnittilegt í bréfum Geirs byskups, og
mætti vel birta sumt þaðan, þótt hér sé ekki gert
að sinni. Mörg eru og enn í minnum gamansamleg
(102)