Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 29
Útlendir vísindamenn á íslenzk fræði
Nú eru liðin prjú hundruð ára og einum aldar-
fjórðungi betur, síðan síra Arngrímur lærði hóf að
kenna útlendingum islenzk fræði. Má segja, að síðan
hafi þau lagt undir sig heiminn, pví að í öllum lönd-
um eru þau fræði nú í heiðri höfð. Almennt hafa
útlendir menn pó mest sinnt fornritum íslendinga,
og það jafnvel svo, að telja má að nokkuru leyti at-
vinnuveg. Hefir þetta óneitanlega aukið veg hinnar
ísienzku þjóðar og þjóöin grætt á þessu út á við. En,
því rniður; hinu verður ekki heldur neitað, að samfara
því hefir orðið nokkurt vantraust á síðari íslendingum;
ósjálfrátt hefir mönnum orðið að telja þá í sumu
ættlera. Engan veginn skortir þó þjóðina á siðari
tímurn menu á borð við beztu menn fyrri alda;
engu ómerkari hafa heldur viðfangsefnin verið. Ef
þessu væri lýst sem hæfði, þyrftu þær bókmenntir,
sem um þessi efni fjölluðu, ekki að vera í nokkuru
síðri fornritunum. En á þetta hefir skort mikið. Og
þó ríður oss mest á þessu. Vér þurfum að sýna út-
lendum þjóðum í merkisritum vora ágælu menn
hinna siðari alda og viðfangsefni vor, rita um þetta
á íslenzku og útlendar tungur; þá myndi réaa lítils-
virðingin á »ættlerunum«.
Þó liafa ýmsir útlendir menn á síðari tímum lagt
rækt við íslenzk fræði og íslenzkar minjar síðari
alda, ekki foinrit eingöngu, og fengið sterkan yl til
þjóðarinnar. Hér er ekki átt við vanmáttuga ritiðju-
menn, sem oft brestur skilning á viðfangsefnunum
og gera því meira ógagn en gagn. Hér er átt við
afburðamenn, mikilsmetna ritsnillinga. Er því að
fagna, að slíka þjóðvini eigum vér allmarga með
ýmsura þjóðum.
(25)