Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 109
að heyra, að jafnvel Skrifstofumennirnir dönsku, t.
a. m. Grímur Thomsen hafa borið Bernard hið
bezta orð.
Eg bið Yður að heilsa kunningjum meðal Islend-
inga með einlægri virðingu og vinattu Yðar
n r p, M. Elienne de Djankovskoy,
forstjóri postullegs sætis í hinum
norðlægu heimskautslöndum«.
Eftir þetta kom Djunki aftur til Kaupmaunahafnar
og hugði nú að fara til íslands um sumarið 1860.
Koinst svo langt, að hann tók sér fari þangað á
póstskipi. En er hann kom til Færeyja, hafði stift-
arntmaður (Trampe) sagt honum þær fregnir af ts-
landi og íslendingum, að Djunka leizt ekki á blikuna.
Þar skyldi vera að sæta hýðingum, trúarbragðafrelsi
einskis virt o. s. frv. Sté þá Djunki af skipi í Fær-
eyjum og hélt þaðan til Englands og hitti þar Ólaf
Guunlaugsson, sem þar var þá (sbr. bréf frá Ólafi
Gunnlaugssyni til Jóns Sigurðssonar, í þjóðskjalasafni).
En ekki miklu síðar kastaði Djunki trú og kvæntist
enskri stúlku. Segir Ólafur Gunnlaugsson svo frá þessu
(i bréfi 7. júlí 1866 til Jóns Sigurðssonar, í JS. 141, fol.)r
». . . En eina personalfregn get eg þó sagt yður; það
er um gamla kunningja okkar Djunka. Honum fór að
leiðast prestskapur og árásir óvina sinna í Róma-
borg, svo hann kastaði trúnni einn góðan veðurdag
og giftist á Englandi einni miss Montgomery, og gekk
svo aftur inn í grísku kirkjuna, og er nú óvíst, hvort
hann verður prestur þar eða höfðingi Kósakka við
Don«. — Kunnuru vér þetta seinast að segja af Djunka.
S. Af Giiðmundi ú Auðkúlu.
Guðmundur hét maður Arason og bjó að Auðkúlu
(eða Kúlu) í Arnarfirði. Hann andaðist árið 1840 og
var þá 84 ára að aldri. Hann var greindur maður
og gegn, en hefir verið einkennilegur í tali og tví-
(105)