Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 78
Og drepur allan gróður, þar sem það er mikið, og
þó að fremur litið beri á þessari lofttegund i hvera-
loftinu, háir hún samt jurtunum, svo að eigi spretta
þar nema fáeinar jurtir, sem bezt þola þessa loft-
tegund.
Pað er mest brennisteinsvetninu að kenna, að
landið kringum leirhvera og brennisteinshvera lítur
svo ömurlega út og vatnið verður gruggugt eða
eintóm leðja, en jarðvegurinn sundursoðinn og laus
i sér. En auk brennisteinsvetnis eru aðrar loftteg-
undir í þessu hveralofti, einkum vetni og kol-
sýruloft.
Landsmenn byrjuðu snemma að nota laugarnar til
þvotta og baða, en ekki sjást þess merki nú, að þeir
hafi lagað laugarnar, svo að aðstaðan væri þægilegri.
Sagt er samt, aö Snorri Sturluson hafi látið búa til
laug í Reykholti, og er hún nú kölluð Snorralaug.
Heitu vatni úr Skriflu er veitt eftir lokuðu ræsi í
laugina. Víða hafa menn notað jarðhitann til matar-
suðu og brauðabaksturs. Hverabökuð rúgbrauð
þykja mjög ljúffeng, og hafa menn reynt að stæla
þau (»seydd brauð«). Útbúnaðurinn við hvera, sem
hafa verið notaðir til matarsuðu, hefir venjulega
verið mjög einfaldur. Sumstaðar grafnar holur niður
i heitan jarðveginn og potti komið þar fyrir, en
sumstaðar eru pottarnir með matnum settir niður í
vellanda hver. Aður mun það jafnvel hafa verið eigi
svo sjaldgæft, að menn settu kjöt eða annau mat,
sem þeir vildu sjóða, niður í sjálfan hverinn; en
matur þessi varð auðvitað daufur á bragðið og
mundi nú eigi teljast lystugur, því að saltið vantar.
Síðustu árin hafa sumir veitt heitu iaugavatni eftir
járnpípum heim að bæjum og hita upp hús með því.
Víða er vatnið þá svo heitt, að lítill miðstöðvarofn
(radiator) er yfrið nógur til að hita upp allstór her-
bergi, og sumstaðar komast menn af með að leggja
að eins pípurnar, sem hveravatnið rennur eftir, um
(74)