Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1928, Blaðsíða 102
borð-sigurverk, Ólafi presti Porvaldssyni 10 spesíur.
Siðan kom Friðrik prestur Eggertsson með siifur-
könnu mikla, er kostaði 50 spesíur, og rétti Kristjáni
sýslumanni Skúlasyni [Magnussen, oft í tali nefndur
kammerráðið á Skarði] á Skarði og kallaði hina
fyrstu gjöf Eggerts prests til hans og hina síðustu
kveðju hans með. Kristján viknaði við og mælti:
»Við vorum aldrei óvinir«. — Ólafur prestur Johnsen
mælti: »Veiztu, hvað þú átt að gera við könnu þessa,
Magnússen? Gráta hana fulla fyrir allar skammir
þínar við þann sálaða«. Kristján mælti: »Far þú böl-
vaðurk — Og enginn fór sá frá erfinu, að eigi væri
hann með gjöfum útleystur, hvort heldur boðinn var
eða óboðinn, hér um bil tveim spesíum og madeira-
vínsflösku á heimleiðina, og þóktust engir slikt erfi
vitað hafa á hinum seinni tiðum að rausn og gjöfum.
Eggert prestur liggur í Búðardal.
3. Lílið ágrip úr Kerlinga-lögbók.
(Eftir liandriti Olafs Sveinssonar i Purkey, Lbs. 522, 4to.).
1. kap.
Verk skal byrja á vissum dögum vikunnar,
því að mæðið gengur mánudagur,
þrálátur þriðjudagur,
misjafn miövikudagur,
íljótur fimmtudagur,
framgangslítill föstudagur,
lukkusamur laugardagur,
sæla fylgir sunnudegi.
2. kap.
Ólétt kona á að varast
að ganga undir reist hús óþakið,
að ganga undir stag,
eins undir tré á lopti (þá á lækurinn að
vefjast um hálsinn á barninu),
ekki horfa á stjörnur,
(98)