Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Síða 31
tnunað eftir forföður sinum (sem raunar var val-
tnenni), danska einokunarkaupmanninum á Eyrar-
bakka, þá stundina sem hann ritaði pessi orð. Ef
hann hefði minnzt hans eða stéttar hans, má vera, að
hann hefði talað gætilegar um kyrkinginn í íslend-
ingum. Má vera, að honum hefði þá fremur runnið
tii rifja, hve lengi íslendingar hafa verið að rétta við
eftir skipti þeirra við forföðurhans og þá félaga. En
til hins skal óneitanlega mikla ofdirfð, jafnvel þótt
frægur maður eigi i hlut, að reka trýnið að andnesi
einu, sjá þar til verklags eins manns eða tveggja, og
dæma síðan heilt land og heila þjóð eftir þvi, sem
þar ber fyrir augu, ef þá tunga hermir rétt, það er
auga greinir.
Raunar er vanséð, hver flokkur slíkra rithöfunda
gerir mestan skaða. íslenzkir rithöfundar eru vanir
að grípa fegins hendi öllu skjalli, sem útlendingar
segja um íslendinga á prenti, Og nú er svo komið,
®ð sumir íslendingar, sem vilja láta telja sig merka
höfunda, virðast hyggja íslendinga vera einhvers
honar yflrþjóð eða úrvalskyn; er þetta löstur, sem
fserist mjög í vöxt, en skartar ekki betur en sjálfshól
einstökum mönnum eða ættarhroki kynstofni. Vel er,
menn hafi sjálfstraust nokkurt, en þá fer bezt, er
Þess gætir í verkum einum, en eigi í orðaskvaldri,
uppþembingi og mikilmennskuhjali. Sannleikurinn er
s6. að ísleudingar munu vera eins og fólk er flest,
°g má vera, að ekki sé þeim óhollara, að sagt sé
þeim til syndanna með sanni, en að þeir séu skjall-
®ðir um skör fram.
^á mun bezt hlíta, ef menn taka ekki mark á slík-
0rn höfundum, útlendum eða innlendum, hvort held-
flytja oflof eða oflast. Hitt er heldur að muna,
bverir til verða að styðja drengilega, hvort heldur er
1 orði eða verki, þjóðnýtilega viðleitni íslendinga
slálfra. Hefir þetta rit nú um nolckur ár birt greinir
1101 þess háttar menn útlenda og, síðan þjóðvinafé-
(27)