Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Side 34
hann átti í brjósti þann hngsjónaeld, sem aldrei kul-
naði, hvað sem yfir dundi, og var maðurinn með fá-
dæmum óeigingjarn. Hann gerðist á ungum aldri
sjálfstæður kaupmaður í Björgvin, en allur hné hug-
ur hans að þjóðernismálum; allt, sem norskt var, átti
í honum öflugan stuðningsmann. Á bernskuárum
hafði hann oft verið langvistum á búgarði föður síns,
vanizt þann veg búandlífi og leikið sér með sveita-
drengjum. Siðan hélzt ást hans á sveitalífi og bændum.
Og bændum treysti hann bezt síðan. Pað voru þeir, sem
varðveitt höfðu þjóðtunguna; þeim trúði hann til þess
að hefja hana til öndvegis aftur. Peir þurftu einungis
vakningar við. í þessu skyni varð hann fyrstur manna
vestan fjalla í Noregi til þess að stofna blað á þjóð-
tungunni, byggðamálinu; blað skáldsins Ásmundar
Ólafssonar Vinjes (»Dölen«) var að vísu eldra, en það
átti heima austan fjalla, í höfuðstaðnum. Petta blað
hét »Ferðamaðurinn« (»Ferdamannen«), »vikublað
handa almúganum«. Pað hóf göngu sina 1865. Það var
fyrst og fremst bændablað, fjallaði aðallega um efni,
sem bændur varða. Mest starfið að blaðinu hvildi
jafnan á Krohn. Þó birtust þar greinir eftir vini
hans og samherja, svo sem skáldið Kristófer Janson
og hinn ágæta stjórnmálamann Ólaf Lofthus. En það
var ekki einungis ritstjórnin, sem hvíldi á Krohn.
Kostnaður af blaðinu var talsvert mikill, en tekjur
mjög litlar. Einnig tapið lenti á honum. Þó hélthann
blaðinu úti fram á árið 1868. En þótt blaðið yrði Krohn
sjálfum byrði og þótt það yrði ekki langlífara, varð það
samt til hins mesta gagns, að dómi Norðmanna sjálfra.
Nú varð það næst, að sama árið sem »Ferðamaður-
inn« gafst upp, þá tókst Henrik Krohn að hleypa af
stokkunum þeirri stofnun eða félagsskap, sem einna
mest hefir stutt að festingu þjóðtungu Norðmanna.
Það er »Vestmannalaget«. Boðsbréf Krohns um stofn-
un þessa félags er dagsett 8. jan. 1868, en stofnsett
var það 21. sama mánaðar. Aðalmark félagsins sam-
(30)