Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Side 37
(»Vestmannalaget); hét það »Úr bæ og byggð« (»Fraa
By og Bygd«); hóf það göngu sína árið 1870, og komu
út af því 5 árgangar. Eru margar ritgerðir þar eftir
Krohn sjálfan. Bækur Krohns og ritgerðir nutu mik-
illa vinsælda með almúgamönnum. Nægir um þelta
og um hæfileika Krohns að öðru leyti til ritstarfa að
vitna i dóm, sem vinur hans, Björnstjerne Björnson>
kvað npp í ræðu, er hann flutti eitt sinn fyrir minni
hans. Hann segir: Rit Krohns »eru eins og eldspýtur,
sem bændur tendra heima fyrir, á höfuðbólum og á
hjáleigum, og kveikja af elda, svo að bjart verði, hlýtt
og notalegt í stofunni« (raá vera, að í orðunum felist
og gamansamleg ábending til eldspýtna-verksmiðju
Krohns).
Henrik Krohn var vinmargur og þó vinfastur, og
af öllum var hann elskaður, þeim er honum kynn-
tust, og af þeim mest, erhonum kynntust bezt. Aðrir
eins menn og Björnstjerne Björnson og Kristófer
Janson voru alúðarvinir hans. Og fáir hljóta einnig
jafnfagra og jafnfágæta vitnisburði sem hann í bók-
um samtímismanna sinna og síðari höfunda. Árni
Garborg segir: »Fáir menn hafa gert meira en hann
fyrir vort norska málefni, og enginn hefir að starfi
gengið af heitari ást og óbrigðulli tryggð.« Og Kristó-
fer Janson segir: »Aldrei hefi eg hitt mann svo hug-
fanginn sem Henrik Krohn, svo tryggvan og fórnfús-
an fyrir málefni það, er hann gaf hjarta sitt«. Á öðr-
um stað segir hann: »Henrik Krohn er einn hinna göf-
ugustu og heitustu hugsjónamanna, sem eg hefi nokk-
uru sinni kynnzt« (Kristófer Janson: Hvad jeg har
oplevet, Kristjanía 1913, bls. 86, 106).
Ekki myndi þó Henriks Krohns minnzt í þessu riti,
ef ekki bæri annað til en þau atriði, sem nú voru
talin. Hér kemur og annað til. Næst samlöndum sín-
Um unni Krohn engri þjóð framar en íslendingum;
hann kunni manna bezt að meta þann stuðning, sem
rit íslendinga veittu Norðmönnum í þjóðernisbarátt-
(33) 3