Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Síða 38
unni. Petta létu að vísu margir Norðmenn þá á sér
heyra í orði, í ræðum og ritum. En Henrik Krohn
lét það og ásannast í verki. í samráði við Jón Sig-
urðsson var hann aðalmaðurinn i því að koma upp
verzlunarfyrirtækjum á íslandi, með beinum viðskipt-
um við Norðmenn, með beinum gufuskipaferðum í
milli Noregs og íslands, með hinum fyrstu reglu-
bundnu strandferðum, sem farnar voru með strönd-
um fram á íslandi. En allrar þessarar starfsemi þessa
óeigingjarna manns, sem varðar mjög framfarasögu
íslands á 19. öld, verður getið nokkuð rækilega á
sínum stað í riti þjóðvinafélagsins um Jón Sigurðs-
son (síðasta bindi).
Gústav Storm.
Gerólikur maður að lífsstarfi og framkvæmdum
Henriki Krohn var fræðimaðurinn og rithöfundurinn
Gústav Storm. En það, sem veldur þvi, að hann er
settur hér á bekk með honum samhliða, er viðleitni
hans til þess að vinna íslendingum gagn í þjóðmál-
um, og kemur hún fram nálega samtímis framkvæmd-
um Krohns i þágu Islendinga.
Gústav Storm fæddist í Rendalen 18. júní 1845, og
var faðir hans þá prestur þar, síðar í Lardal. Hann
lauk ungur stúdentsprófi, og var það 1862; hafði þá
verið kennari hans í sögu Ólafur Rygh, sem síðar
varð embættisbróðir hans, en áhugi hans fyrir þessum
efnum vaknaði snemma, enda hlaut hann leiðbeining
og stuðning í þessari grein hjá manni i liðtækara
lagi, sjálfum þjóðskjalaverði Norðmanna, Kristjáni
Lange, sem var frændi hans. Um nokkur ár, meðan
hann stundaði nám i háskólanum í Kristjaníu, sinnti
hann kennslu í skólum þar (fyrst í grisku og sögu,
síðan í sögu og landafræði); jafnframt var hann frá
því um haustið 1864 til sumars 1868 aðstoðarmaður
i þjóðminjasafninu í Kristjaniu. í júnímánuði 1868
(34)