Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Qupperneq 39
lauk hann háskólaprófi í málfræði með háum vitnis-
burði. Var hann næsta vetur í Parísarborg og veitti
þar tilsögn landa sínum einum ungum til stúdents-
prófs, en er heim kom, gerðist hann aftur kennari
um nokkur ár, 1869—77, fyrst í latínu, írönsku og
sögu, síðar í sögu og landafræði.
Snemma tók Storm að sinna sjálfstæðum fræðistörf-
um. Fyrsta rit eftir hann birtist 1869; var það kver-
korn um gamlar »norrænar« bókmenntir. Árið eftir
(1870) var ein verðlaunaspurninga frá vísindafélagi
Dana um sagnaritun Snorra Sturlusonar; en þetta fé-
lag hefir þann sið að heita við og við verðlaunum
fyrir bezt samdar ritgerðir í ýmsum greinum, og vel-
ur þá sjálft úrlausnarefnin. Gústav Storm tók nú í sig
að leysa úr þessu verkefni. í þessu skyni dvaldist liann
i Kaupmannahöfn um þriggja mánaða tíma í upphafi
árs 1871. Lauk hann síðan við ritgerðina og skilaði
henni í tilsettan tíma, í okt. 1871. í dómnefndinni þá
átti meðal annarra Konráð Gíslason sæti. Dómnefnd-
in lauk störfum í febr. 1872, og varð niðurstaðan sú,
að Storm hlaut heiðurslaunin (»gullmedalíu«) og að
ritgerð hans skyldi prentuð á kostnað vísindafélags-
ins. Kom öllum saman um það, að ritgerðin væri hin
glæsilegasta í alla staði. Meðan Storm vann að þess-
ari ritgerð um Snorra, var hann beðinn að taka að
sér umsjón með prentun ritgerða eftir sagnfræðing-
inn P. A. Munch, en slórþing Norðmanna hafði veitt
fé til að birta þau rit; Storm tók þetta að sér, og
kom þelta verk út í fjórum bindum á árunum 1872
—6. Haustið 1873 var Slorm í Svíaríki, vann að rann-
sóknum í bókasöfnum vegna doktorsritgerðar, sem
hann hafði í smíðum um Piðrik af Bern og Karl
mikla og sagnabáika um þá með norrænum þjóðum.
En sumarið 1874 kom hann til íslands á þjóðhátíðina,
og var þá þar fulltrúi norskra stúdenta, ásamt tveim
öðrum. Um þá för skrifaði hann bók og lét prenta sama
ár, en meginhlutinn var upphaflega birtur í blaði einu
(35)