Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Qupperneq 41
var t. d. heiðursfélagi í hinu ísIeDzka bókmenntafé-
lagi, Mest mun hafa pókt um vert, er hann hlaut
(1892) verðlaun þau, er Ameríkumaður einn hafði
heitið fyrir merkustu ritgerðir, sem um fimm ár
birtust um sögu Ameríku. Drógu til þessa ritgerðir
Storms um Vínlandsferðir. Storm var hinn mesti
iðjumaður aila tíð og var enn í fullu fjöri, er hann
andaðist, 23. febr. 1903.
Eftir Gústav Storm liggur fjöldi ritgerða í tímarit-
um á víð og dreif, og mikinn fjölda fornra rita hefir
hann séð um til prentunar, og hefir sumra rita hans
áður verið getið, en sjálfstæð stórvirki, er marki til
muna fyrir, verða ekki talin, að eftir hann liggi, þó
að hann væri skarpskyggn maður og vel ritfær. Eink-
um er að geta rannsókna hans á fornsögum, rann-
sókna hans á sögu víkinga og vikingaaldar, og átti
hann þar vopnaskipti við skæðan mann, Jóhannes
Steenstrup, sem lengi var söguprófessor í háskóla
Kaupmannahafnar. Pá eru landafundir og landrann-
sóknaferðir og staðarannsóknir fyrri tíma mikill og
merkur þáltur í starfl hans; hér til teljast Víniands-
ferðir og síðan ritgerð um Golumbus. íslendingar
mega minnast hans að því, að hann sá um prentun
á fornutn íslenzkum annálum; er það mikið verk, en
tekur ekki lengra en til 1578. En raunar lagði Jón Sig-
urðsson það upp í hendur honum, því að það var
til i handriti við lát Jóns Sigurðssonar, og honum
hafði norska fornritafélagið upphaflega falið þetta
verk. Heima fyrir mun Gústav Storm hafa orðið fræg-
astur eða vinsælastur fyrir að hafa lagt út konuDga-
sögur Snorra Sturlusonar á norsku; þykir sú útlegg-
ing með afburðum góð. Var hún fyrst prentuð 1896,
en síðan margsinnis, og er nú orðin eins konar heim-
ilisbók með Norðmðnnum.
Ekki myndi þó Gústavs Storms hafa verið getið í
þessu riti, ef ekki bæri neitt annað til um hann en
uú var getið. Hitt veldur, að á þeim árum, sem Jón
(37)