Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Síða 44
sem hugur haus stóö þó mest til. Hann komst þó í
latínuskólann í Vexiö, en fjárhagsvandræði ollu því,
aö hann varð þá þegar að sinna öðrum störfum, og
varð þá blaöamennska athvarf hans með fram; síðan
neyddist hann til þess að taka að sér fastlaunað starf
í svipaðri grein (prófarkalestur), og jafnframt birtust
þá (1848—51) hinar fyrstu skáldsögur eftir hann. Póktu
þær nokkuð bernskulegar og bera allmjög keim af
frakkneskum eldhús- eða reyfaraskáldsögum þeirra
daga Samt bera þær vitni um tvennt, fyrst og fremst
talsverða þekking höfundarins á stjórnmálum og
stjórnháttum annarra þjóða, í annan stað ríka aðdáun
á frelsisbaráttu þeirri, er þá gætti víða um lönd, og
þjóðræðisstefnu. Af þessari starfsemi bötnuðu svo
hagir Rydbergs, að hann gat sefzt að í háskólabæn-
um Lundi, og þar lauk hann stúdentsprófi 1851. f*ar
varð hann einn félagsmanna í félagi, sem nefndist
»Sjöstirnið« og fáeinir ungir menn stofnuðu með sér,
þeir er hneigðir voru til bókmennta, til viðræðu um
slík efni, upplestra o. s. frv; hneigðist hugur Rydbergs
við þetta enn meir til skáldmennta, En ekki gat hann
komið þvl við að vera lengi í Lundi; árið eftir flutt-
ist hann til Gautaborgar og síðan til Lidköping og
var þá heimiliskennari hjá auðugum manni. Pá var
það (1854), að hann kynntist S. A. Hedlund, er sið-
ar getur og þá var nýlega orðinn ritstjóri að »Verzl-
unartíðindum Gautaborgar« (»Göteborgs Handelstid-
ning«); varð það upphaf ævilangrar vináttu, og má
segja, að upp frá því taki Rydberg að njóta þeirra
hæfileika, er í honum bjuggu, fyrir sakir áhrifa og
leiðbeininga Hedlunds. Frá ársbyrjun 1855 fékk Ryd-
berg fasta stöðu að tilhlutan Hedlunds og var ráð-
inn til þess að rita í blað hans; var honum þá borg-
ið fjárhagslega. Jafnframt hlaut hann þá fullkomna
hvöt og tækifæri til þess að berjast fyrir áhngamálum
sínum og hugsjónum, en óvíst nema ella hefði byrgt
þær í brjósti. Pví var sem sé svo farið um Rydberg,
(40)