Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Qupperneq 45
að hann var heldur lítilí framkvæmdamaður af sjálfs-
dáðum; hæflleikar hans nutu sin pá fyrst, er pessi
vinur hans varð til að vekja hann og ýta undir. Ryd-
berg sá í fyrstu um neðanmálsgreinir biaðsins; birt-
ust par skáldsögur, sem hann samdi sjálfur, lagði út
eða lagaði, og eins ritfregnir og leikhúsdómar eftir
hann. En 1860 tók hann við ritstjórn útlendra frétta
blaðsins og einkum stjórnmálagreina út á við. Úr
penna hans birtust par og ailstórar ritgerðir og greina-
flokkar; eru par af einkum merkar greinsflokkur um
sjálfstæði Svíarikis (»Hversu Svíaríki skuli varðveita
sjálfstæði sitt«, 1859) og ritgerð um skólamál.
í skáldskap gætir Rydbergs, svo að nokkuru nemi,
fyrst 1856; pá birtist eftir hann »De vandrande
djaknarne». Árið eftir kom út eftir hann »Fribytaren
pá Östersjöc«, »Singoalla« (hefir verið birt á islenzku)
og 1859 »Den siste atenaren«. Flestar höfðu pær áður
komið út í blaði hans. í pessum bókum kemur fram
sú lífsskoðun, er hann síðan manna mest heflr bar-
izt fyrir í skáldskap með Svium, að halda uppi
fullkomnum pjóðræðisanda, frjáls rannsóknarréttur
og óbundið hugsanafrelsi andspænis allri kreddu- og
venjukúgun. í »Singoalla« birtist eilífðarprá Rydbergs,
búin i skart glæsilegrar listar. Samt koma hugsanir
Rydbergs skýrast fram í »Siste atenaren«, og sjálfur
taldi hann pá bók vera boöbera andlegs frelsis. Ekki
veitti pó almenningur pessari bók athygli, fyrr en
hún birtist í annað sinn (1866), en pá hafði Rydberg
kvatt sér og frjálshuga skoðunum sinum hljóðs á
pann hátt, er meiri athygli vakti.
Barátta Rydbergs fyrir hugsanafrelsi hlaut að vekja
mótspyrnu, og pá ekki sfzt stefna hans í kirkju- og
trúarbragðamálum. Nokkuru fyrr hafði Nils Ignell
stjakað við mönnum i pessu efni, með sinum ná-
kvæmu rannsóknum, er að trúaratriðum lutu. Ryd-
berg studdi mál hans i mörgum blaðagreinum, og
gerðist nú allmikil orrabríð at pessu. Petta varð til
(41)