Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Page 46
þess, að Rydberg, sem alla tíð var trúhneigður mað-
ur, sökkti sér af alúð niður í þessi efni; varð þá til
bók hans um kenningar ritningarinnar um Krist
(»Bibelns lara om Kristus«, 1862); hún styðst við rann-
sóknir þýzkra fræðimanna, en þó á mjög sjálfstæðan
hátt, og ræðir um samræmið með kenningum kirk-
junnar og biblíunnar; þar er samanburður á líferni
og framkomu Krists og Messíasarhugsjón Gyðinga.
Af þessu reis mjög langvinn ritdeila, og þangað er
að rekja mörg merk rit eftir Rydberg, svo sem »Je-
hovatjánsten hos hebréerne« og »Medeltidens magi«.
En af beinum deiluritum hans má nefna »Kyrka och
prasterskap«, »Om manniskans förultillvaro«, en
merkast þykir »Urpatriarkernas slákttafla i Genesis
och tiderákningen hos de 70 uttolkarne«. Síðasta rit-
gerð frá hendi hans í deilu þessari er frá 1880. »Om
de yttersta tingen«, og er þar bjart yfir.
Árið 1868 var hann fulltrúi á kirkjuþinginu. 1870—2
átti hann sæti í rikisdeginum, en lítt gætti þar áhrifa
hans; mestan áhuga sýndi hann í störfum biblíu-
nefndarinnar, og þaðan af gerðist hann talsmaður
íullkominnar málhreinsunar. Opinberum sæmdum
varð hann fyrst fyrir 1877, varð þá heiðursdoktor
tveggja sænskra háskóla. Árið eftir varð hann félags-
maður í sænska vísindafélaginu, og eítir það rigndi
á hann virðingarmerkjum.
í ritstörfum Rydbergs gætir talsvert áhrifa frá utan-
landsför hans um þessar mundir, einkum langri dvöl
í Rómaborg, sem glæddi listbragð hans og jók hon-
um skáldmegin. Pessa gætir í »Romerska ságner om
apostlarne Petrus og Paulus« (1874) og »Romerska
dagar« (1877). En sterkustum áhrifum varð hann fyrir
af því að sinna útleggingu á »Faust« eftir Goethe.
Árið 1866 hóf hann að leggja út þetta skáldrit; vand-
aði hann mjög til þessa verks, og eigi kom fyrri hluti
»Fausts« út fyrr en 10 árum síöar; tveim árum eftir
birtist greinargerð hans á efni II. bindis. Ljóð eftir
(42)