Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Qupperneq 47
Rydberg birtust fyrst fáein í tímaritinu »Svea« 1864.
Pessum kvæðum breytti hann síðar og jók við þau
í kyrrþey. Árið 1882 birtist fyrst kvæðabók (»Dikter«)
eftir hann. Rókti mönnum gæta þar með afburðum
orðsnilldar og rímlistar, eigi miður en hins, í hve
glæsilegan listbúning hann færði sína hugsjónaríku,
þjóðfélagslegu lífsskoðun (svo sem i kvæðunum
»Dexippos«, »Prometheus och Ahasverus« o. fl.
kvæðum).
Rydberg hafði 1876 fengið styrk til þess að flytja í
Gautaborg erindi um menningarsögu og heimspeki,
og þar kvæntist hann (1879) ungri stúlku, sem vel
rækti erindi hans; urðu samfarir þeirra hinar beztu.
Árið 1884 tók hann við prófessorsembætti í menning-
arsögu í háskólanum i Stokkhólmi, og má segja að
þetta valdi enn tímamótum í ritstörfum hans. Eftir
það kemur frá honum hvert ritið af öðru, einkum
varðandi rúnar og goöafræði; veitist hann þar eink-
um að rannsóknum Sophusar Bugges í þessum efn-
um. Einkenni þessara, sem annarra rita Rydbergs, er
geysilegt hugmyndaflug samfara miklum Iærdómi;
þau eru djúphugsuð og vekjandi. Eitt hið merkasta
þessara rita er »Undersökningar i germansk myto-
logi«, mikið verk í tveim bindum. Pað ber vitni um
mikla elju og vandvirkni, en á vísindalegt gildi þess
að skilningi nútimamanna brestur það, að höfundur-
inn hefir ekki beitt nægilegri rannsókn við heimilda-
gögn. En þrátt fyrir þessi stórvirki sín, gaf Rydberg
sér tíma til annarra ritstarfa varðandi beimspeki og
þjóðfélagsmál; fæst af því var þó prentað, fyrr en
eftir lát hans (kom út 1900—6, í 11 bindum). Það jók
og á undrun manna, að Rydberg hafði enn tíma til
frumlegs skáldskapar. Sama árið (1891) lét hann fara
frá sér tvö skáldrit, »Vopnasmiðinn« og nýtt kvæða-
safn. í »Vopnasmiðnum« er lýst, svo sem í »Siste
atenaren«, átökum bókstafs-og kreddutrúar og mann-
úðlegrar lífsskoðunar. En í kvæðum sínum tekur
(43)