Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Qupperneq 78
mórandi af bakterium. Þó að flestar séu þær ósak-
næmar, er stundum að ræða um hættulega sýkla, sem
geta valdið taugaveiki, bióðsótt og fleiri kvillum.
En hvernig eigum vér þá að losna við þennan
þjóðarósóma, og koma upp góðum salernum á hverju
íslenzku heimili ?
/ kauptúnunum myndi það víðast nægja að gera
gangskör að því, að heilbrigðisreglugerðir séu haldn-
ar, að bæði séu salerni viö hvert hús og afhentugri
gerð. Heilbrigðisnefnd og bæjarstjórn ættu hins vegar
að setja fastar reglur um alla gerð salerna og sjá
um, að menn gætu keypt þau í samlögum með ódýru
verði, eða bærinn hefði þau til sölu. Ef gerð væri
gangskör að þessu, væri það leikur einn að koma
ölium salernum í sæmilegt lag á 5 ára fresti.
/ sveitum eru erfiðleikarnir meiri, sérstaklega vegna
þess að sá hugsunarháttur er ekki kominn inn hjá
nándarnærri öllum, aö saierni sé sjálfsagt að hafa á
hverjum bæ. Pá vantar og víðast alla fráræslu, svo að
erfitt er að.komast hjá því að gera jafnframt sæmi-
lega for, og það eykur kostnaðinn til muna. Við þetta
bætist, að fjöldi bænda hefur úr svo litlu fé að spila,
að þeim er vorkunn, þó að þeir hlífist við öllum kostn-
aði, sem unnt er að komast bjá. Pá kann og að skorta
smíðavit og áhöld til þess að gera slíkt virðulegt
mannvirki.
Allt eru þetta torfærur, en annaðhvort er bændum
að gera að yfirstíga þá, eða hætt að tala um að »mið-
stöð menningarinnar« eigi að vera í sveitunum.
Ráðin til þess virðast mér vera þessi:
a) Bændur þurfa að fá góða og glögga leiðbeiningu
um salernasmíöi, svo þeim sé engin vorkunn að vinna
verkið sjálfir, að mestu eða öllu leyti.
b) Salerni, hentug og ódýr, ættu að fást i helztu
verzluninni í hverju kauptúni, þannig að allt efni
væri til telgt, svo að vinnan yrði sú ein að negla sal-
ernið saman, svo sem uppdráttur og meðfylgjandi
(74)