Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Síða 80
(Kaupangi i Eyjafirði), og sagði húsbóndinn mér, að
sér þætti það hin mesta búbót. Erlendis hefur reynsl-
an orðið sú, að vatnssalerni útrýma öllum öðrum
salernagerðum, þar sem þeim verður komið við.
Fjöldi bænda hefur nú komið upp vatnsveitu,skólp-
veitur koma á eftir — og vatnssalerni.
Forarsalemi verða hvað hentugust sveitum, efekki
er að gera um vatnssalerni, og hafa þau þó ýmsa ó-
kosti. Salerniskofinn er þá gerður yfir áburðarhúsi
eða hlandfor, sem sé nægilega stór til þess að hana
þurfi ekki að tæma nema einu sinni eða tvisvar á ári.
Stærð forarinnar. Ef hún er aðallega fyrir saur og
þvag, mun það nægilegt fyrir meðalheimili, að hún
sé 2 m á lengd, breidd og dýpt. Sé skólpi, afraki o.
þvíl. sem að áburði getur oröið, hellt í hana (slori
við sjó), er varlegra að gera hana stærri t. d. 3X3
X 27» m.
Gerð forarinnar. Flestar gömlu forirnar voru hlaðnar
úr torfi og með torfþaki. Pær geta enzt furðu lengi.
ef þær eru vel gerðar, og þó að þær leki fyrstu árin,
þá þéttast þær smám saman og verða sæmilega
heldar. Pessi gerð getur því vel komið til greina
fyrir efnalitla.
Hve trausta þarf að gera veggina, fer að nokkru
eftir því, hve þéttur og sniðfastur jarðvegurinn er.
Réttast mun þó að tvíhlaða veggi, hafa strengjaröð
bæði að utan og innan. Til bóta er það að gera hornin
ríflega hvelfd. Ef um smiðjumó er að gera nálægt,
er ágætt að fylla með honum upp í veggina milli
strengjanna og berja hann saman með hnalli, þvi að
smiðjumór er að mestu vatnsheldur og sígur litið
sem ekki. Gólfið í forinni er bezt að gera á þann
hátt, að neðst er lagt lag af deigum smiðjumó, um
þverhandarþykkt og þakið síðan yfir með góðu torfi.
Reft er yfir forina á venjulegan hátt, en2vænir raft-
ar komi undir hliðarveggi salernisins og það fest
traustlega i þá. Á einum stað verður að gera gat á
(76)