Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Side 83
hornstoðir tegldar til, um 2 m á lengd auk smátappa
að ofan og neðan, sem falla í gróp á grindarhringj-
unum. Pá eru telgdar til tvær pverslár (1"X3") ofan
og neðan dyra og greyptar í hornstoðir, þar næst
aðrar 2 ofan og neðan gluggans. Grindin er núrekin
saman og negld, liggjandi á hliðinni, og sperrur sett-
ar á hana (negldar fastar). Siðan er tekið að klœða
pá hliðina, sem upp snýr. Pegar pví er lokið, er
næstu hlið snúið upp, hún klædd og síðan hinar.
Pakborðin má negla á salernið, áður reist er eða á
eftir. Hentugast er að klæða þakið efst með góðum
þakpappa og bika hann. Nú er salernið flutt á sinn
stað og reist upp yfir forinni. Festa skal það með 4
stórum skrúfnöglum, sem ganga gegnum raftana, sem
það hvílir á og aurstokkana til hliðanna.
Réttast væri að hurðin fylgdi salerninu fullsmíðuð
með loku og lömum, þó ekki sé það vandaverk að
gera einfalda okahurð með skáslá til styrktar. Að
innan þarf að vera hæfilegur krókur og lykkja. Með-
fram hurðinni eru negldir borðrenningar innan á
klæðninguna og skulu þeir ná lítið eitt inn á hurð-
arbrúnir, svo að »fals« myndist fyrir hurðina.
Gluggann er einfaldast að gera þannig, að innan í
gluggaopið eru til allra hliða negldir smálistar, sem
mynda fals, sem glerið hvílir á. Parf þá enga sér-
staka gluggagrind.
Gólfborð eru nú negld ofan á aurstokka á svæðinu
framan setstokks. Ef salernið gengur í jörð (torfþak
á forinni), þarf gólfið að koma nokkru hærra en
forarþakið.
Þá er eftir að smíða setuna. Hún er rekin saman
úr borðstúfum, jafnlöngum sem salernið er breitt, og
2 vænir okar settir neðan á hana beggja megin setu-
opsins. Lengd verður þá um 1,10 m og breiddin 46
sm, setuopið 30 sm fram og aftur, en breidd 23 sm.
Pað er sagað úr flekanum, þegar búið er að negla
hann saman og barmarnir gerðir ávalir og jafnaðir
(79)