Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Page 86
Sé nú að tala um stein- eða timburhús, en ekki
torfbæ, er réttast að gá vandlega að, hvort því verði
ekki komið við að gera vatnssalerni. Sé það ekki
kleift, mun oftast hyggilegast að gera forarsalerni,
því að hirðing á fötusalermim, þó að til séu af mörgum
gerðum, er sjaldan í svo góðu lagi, að ekki stafi megn
óþrifnaður af þeim. Sé hirðingin góð, ætið gætt að
tæma fötuna áður full er, og þrífa hana vel, getaþau
orðið viðunandi innisalerni. Pau eru þá sett í hent-
ugt hólf í kjallaranum, setan smiðuð líkt og fyr er
sagt, nema höfð á hjörum, svo henni megi lyfta
upp, er skipt er um fötu, og stór vatnsfata sett undir
hana, sem saurindin falla i. Pað er til áburðardrýg-
inda og varnar gegn ólykt, að hafa í salerninu kassa
með mómylsnu eða ösku og kasta vænni ausu (»skúffu«)
yfir saurindin í hvert sinn sem salernið er notað.
Ekki veitir af að eiga 2 fötur til skifta. Salernisgólfið
þarf að vera sléttfágað steypugólf (siðasta fágun með
tómu sementi).
Pegar salernisfatan hefur verið tæmd er auðveld-
ast að hreinsa hana með þvi að láta haua standa
nokkurn tima undir vatnsbunu, ef Jækur er nærri.
Ég læt þá úttalað, í þetta sinn, um þenna óþverra-
blett á sveitamenningu vorri.
Vér gœtum leikandi pvegið hann af oss á 5 árnm, ef
vér vildum.
Innlendur fræðabálkur.
1. Sagan af Rannveign stórráðn.
Pess skal getið til skýringar þætti þessum, að hann er saminn
eftir munnmælum í Hornafirði, heíir i upphafi verið á pappir
skráður með öðrum sögnum austur par um 1870—80; pað handrit
hefir siðan ritað upp Guðmundnr Jónsson á Hoffelli, og er pað
nú i handritasafni landsbókasafns, Lbs. 1585, 8vo. Hér er páttur
(82)