Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 97
tveggja lifði, og var það sveinbarn, sem hún fæddi.
Varð konungur nú mjög glaður og sagði Þórði, að
hann skyldi velja sér hver þau laun sem hann vildi.
Sagði hann þá konungi, hvernig komið var, að á sér
lægi sök nokkur, og bað konung ásjár. Konungur
sagði, að honum skyldi ekki einungis verða fyrirgefið
þetta, heldur og skyldu aldrei landslög ná yflr hann
í sínu ríki, hvað sem hann gerði, og mætti hann
velja um, hvort sem hann vildi, fara aftur heim til
íslands eða vera við hirð sina. Þakkaði hann kon-
ungi fyrir, en kvaðst heldur vilja fara heim aftur.
Eitt sinn var Pórður á ferð með Jóni byskuþi,
bróður sinum. Höfðu þeir vínflösku með sér. Og er
þeir höfðu tæmt flöskuna, sagði Jón byskup, að gott
hefði nú verið að hafa dálítið meira í staupinu.
fórður kvað óvíst, að hann viidi drekka, þótt hann
kæmi með það. Jón sagði, að hann skyldi reyna. Tók
þá Þórður flöskuna og tappaði á hana úr hnakkboga
sínum, fekk byskupi og sagði: »Pér er þetta frjálsara
en mér«, Töluðu þeir ekki meira um það, en tæmdu
aftur flöskuna. Pegar byskup kom heim, ætlaði hann
að taka til vintlösku, sem hann átti, en hún var þá
tóm. Grunaði hann þá, hvað bróðir hans hafði átti
við, og að það væri hans vín, sem Pórður hafði
tappað úr hnakkboganum.
Pegar Pórður bjó á Brekku, hurfu oft kindur, sem
hann átti, og eitt sinn kom smalamaður ekki. Var
hans leitað, og fannst hann hvergi. Pórður talaði fátt
um það, en fór skömmu siðar í kolskóg. Pegar hann
hafði kveikt í kolagröfinni, sér hann, hvar smala-
maður kemur hlaupandi og er mjög móður. Pórður
spyr, hverju það gegni. Smalamaður segir, að tvær
tröllkonur hafi komið og tekið sig og farið með sig
heim í helli sinn. Pær hefðu ekki ætlað að drepa sig, ef
hann einungis vildi vera þeim hlýðinn. Hann sagðist
þá hafa gert sér upp veiki, og hefðu þær þá endilega
viljað lækna sig, en hann hefði sagt, að sér batnaði
(93)