Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Page 103
fer hann til skeramu þeirrar, er reipin voru í, ber
þau út á hlað og fer inn siðan. Narfi tekur reipin,
og er svo heyið bundið ogtluttheim; er ekki annars
getið en að sýslumaður hafi látið sér það vel líka.
Á þeim tima var venja að gera til kola, öðru nafni
að fara í kolskóg, og var það gert á þann hátt, að
viöurinn var brenndur til kola á þeim stað, sem
hann var höggvinn upp; dvöldust menn oft við það
marga daga í senn og komu ekki heim á meðan.
Eitt sinn sem oftar fór Narfi í kolskóg; þókti hon-
um þá nesti sitt lélegt, er hann ætlaði til að taka;
vill hann nú bæta úr þvi, tekur sauð, sem sýslu-
maður á, drepur hann og steikir á kolaglóðinni.
Þenna sama dag ríður sýslumaður að heiman og
vill vita, hvernig gangi kolagerðin. Kemur hann þar
að, sem Narfi er að steikja sauðinn. Verður hann
þá fár við og segir: »Nú eru stórar steikur í eldi,
Narfi«. »Stærri mega þær vera«, segir Narfi, þrífur
til sýslumanns og gerir sig liklegan til að kasta hon-
um á bálið, en sýslumaöur brá sér undan, tók hest
sinn og reið heim síðan; er ekki getiö, að hann hafi
hreyft þessu meir.
Sýslumaður hafði skjól handa sauðum sínum í
helli, sem er austan megin fjallsins Hoffells, og er
nokkuð hátt upp i hann. Eitt sinn gerði mikinn
snjóbyl; voru sauðirnir vestan megin Hofiells, og gat
sauðamaður við illan leik komið þeim heim að bæn-
um, en ótækt að koma þeim lengra, því að til hellis-
ins var á móti veðrinu. I*á var kirkja á Hoffelli,
annexía frá Bjarnanesi, og er hún lögð niður fyrir
nokkurum árum. Narfi sendi orð sýslumanni að láta
af hendi kirkjulykilinn, þvi að hann vildi láta sauð-
ina í kirkjuna. Sýslumaöur neitar því með öllu. En
er Narfi fréttir það, fer hann til sýslumanns og seg-
ist skulu brjóta upp kirkjuna, ef hann fái ekki lykil-
inn. Lizt þá sýslumanni að halda ekki lengur kirkju-
lyklinum og fær Narfa hann. Narfi rak síðan sauð-
(99)