Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Qupperneq 105
sagði. Á þeim árum, sem hann bjó á Hoifelli, sóktu
menn almennt úr Nesjum sjó frá Horni. Eiríkur
reri sjálfur og var formaður; þókti mönnum hans
erfitt með honum að vera, og oftast reri hann með
þeim fyrstu, þótt hann ætti lengstan veginn; er rúm-
lega 6 klukkustunda ferð frá Hofielli að Horni, lesta-
gangur. Á þeim ferðum reið hann oft menn sína af
sér og var kominn löngu á undan þeim að Horni,
þótt þeir legðu jafnsnemma af stað að heiman. Einu
sinni fylgdust þeir að feðgarnir, hann og Stefán
sonur hans, siðar alþingismaður; var Stefán þá ungur
og fór til sjávar með föður sínum. Pókti Eiríki þá
Stefán aldrei ríða nógu hart, og var þó Stefán sagð-
ur reiðmaður mikill. Fann Eiríkur að við son sinn
og sagði honum að slá i klárinn. Stefán sagðist ekki
koma honum harðara. Eiríkur sagði, að þeir skyldu
þá hafa hestaskipti, og gerðu þeir það, en alit fór
á sömu leið, að Eiríkur varö þegar langt á undan
hinum, og varð hann að bíða við og við eftir Stefáni,
svo að hann gæti fylgt honum.
Eirikur lét sonu sina snemma riða með sér til
sjávar. Guðmundur, sonur hans, var jafnan mjög sjó-
veikur, en Eiríki þókti hann svo fiskinn, að hann
vildi endilega hafa hann með. Einu sinni var Guð-
mundur svo veikur á sjó, að blóð gekk upp úr hon-
um. Sagði þá einhver á skipinu við Eirik, að hann
ætti ekki að vera að fara með hann Guðmund á sjó,
fyrst hann væri svona sjóveikur. Sagði þá Eirikur:
»Hann dregur fyrir því. Dragi þið beturk
Einu sinni læddust menn Eiríks að heiman á næt-
urtíma, á undan honum, og ætluðu til sjávar, og
svaf hann, er þeir fóru, eða svo héldu þeir; hugð-
ust þeir nú einu sinni að verða á undan og storka
honum, með því að bíða hans við skipið. Én þegar
þeir eru komnir miðja leið, vita þeir ekki fyrri til en
hann ríður aftan undir þá og segir: »Hægt er riðið, og
riði þið betur!« Og biða varð hann þeirra í það sinn.
(101)