Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1936, Síða 90
matreiðslubókum um tilbúning á saftinni, er mjög vill-
andi. Þar er ráðlagt, að byrja með að hita krækiberin
við hægan eld, þang'að til þau sþringa. Eg vil ráða
öllum húsmæðrum frá að fara eftir þessu, því að berin
sþillast vafalaust stórum. Bezta ráðið, til að ná safan-
um úr berjunum, er að láta þau ganga gegnum venju-
lega kjötkvörn eða »hakkavél«, og kremja þau þannig.
Erlendis nota menn sérstaka gerð af þessum kvörn-
um, sem kallaðar eru ávaxtaþressur, og eru þannig
gerðar, að safinn lekur um göt neðan á kvörninni, en
hratið gengur aftur úr lienni. Berjakvarnir ættu þeir
kauþmenn að liafa á boðstólum, sem verzla með
eldhúsgögn. Ef ekki er berjakvörn eða kjötkvörn við
hendina, má vitanlega kremja berin í leirkrukku, eða
öðru íláti, með sleif eða hnalli. En það er einkenni-
legur vandræðaháttur að sþrengja berin með Uþphit-
un, og leggst það vonandi niður.
Berin verða að vera vel tínd, hrein og helzt vel
þroskuð, en þó má vinna góða saft úr smáum berj-
um. Vitanlega þarf að gæta ýtrasta hreinlætis með
öll ílát og áhöld.
Það verður lítið úr hratinu, þegar það er síað frá
safanum, eftir að hvort tveggja hefir verið soðið i fá-
ar mínútur. Hratið er mjög fyrirferðarlitið, eins og
korgur í síunni. Saftin er svo soðin lítið eitt, með riku-
legum sykri, svo að saftin þykkni. Pessi íslenzka
krækiberjasaft getur verið jöfn að gæðum og góð saft,
sem unnin er erlendis. En biiðarverð á útlendri saft
er liálf fjórða króna flaskan.
það verður ekki nógsamlega brýnt fyrir fólki, hve
hreinlæti þarf að vera nákvæmt. Flöskur vel þvegnar
og þurrar að innan. Tappar óskemmdir og soðnir.
Hrásaft og hrásulta. Erlendis hefir verið gert tals-
vert að þvi siðustu árin að framleiða hrásaft og
hrásultu. Berin eru þá ekki soðin, né heldur safinn.
það er áhugi manna tim að varðveita sem bezt vita-
mínin eða fjörefnin í fæðunni, sem hefir ýtt undir
(86)