Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 43
reisnarstarfið, sem þegar var hafið að loknum frið-
arsamningum, verður langvinnt og gifurlega örðugt.
Tanner tók sem fyrr að sér eitthvert vandasamasta
hlutverkið. Hann varð birgðamálaráðherra Finnlands
og gegndi þvi starfi þar til i ágúst 1940, en fór þá úr
stjórninni. Fregnir herma, að rússneska stjórnin
muni liafa átt drjúgan þátt í, að svo fór.
Jón Magnússon.
Árbók íslands 1939.
Alþingi sat 15. febr.—27. apr. og 1. nóv.—5. jan.;
þingfundum var frestað yfir sumarið. Stjórnarskipti
urðu á fyrri hluta þings og þjóðstjórn mynduð 18.
marz: Hermann Jónasson forsætisráðherra (Fram-
sfl.), Ólafur Thors atvinnumálaráðherra (Sjálfstfl.),
Jakob Möller fjármálaráðherra (Sjálfstfl.), Eysteinn
Jónsson viðskiptamálaráðherra (Framsfl.) og Stefán
Jóh. Stefánsson félagsmálaráðherra (Alþfl.). Ráð-
herrasæti tveggja hinna siðast nefndu voru ný, og
urðu við stofnun þeirra nokkrar breytingar á stjórn-
arráðsdeildum. Af löggjöf þingsins má helzt nefna
lög um gengisskráningu (27 kr. = 1 £, siðar breytt
með bráðabirgðal. og ísl. króna miðuð við dollar)
og kaupgjald o. fl., um tollskrá, um tollheimtu og toll-
eftirlit, um breyt. á 1. um verðlag, um skatt- og út-
svarsgreiðslu af stríðsáhættuþóknun, um breyt á 1.
um tekjur bæjar- og sveitarfélaga og eftirlit með
fjárstjórn bæjar- og sveitarstjórna, um bráðabirgða-
tekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og
sveitarfélaga, um breyt. á framfærslulögum, um
heimild fyrir rikisstjórnina til ýmislegra ráðstafana
vegna yfirvofandi slyrjaldar i Norðurálfu, um sölu og
útflutning á vörum, um hilaveitu Reykjavíkur, um
hlutaútgerðarfélög, um breyt. á vegalögum, um breyt.
á mæðiveikilögum, um varnir gegn garnaveiki, al-
(41)