Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 120
hann kvaddi, gleymdi hann að taka pokann með sér.
Kallar þá húsbóndi á eftir honum: — Þú gleymdir
pokanum, Jói minn. Rykaður, karlinn, eins og ég.
Kennarinn: — Jæja, Jón minn, úr hverju eru skórn-
ir þinir?
Drengurinn: — Újr leðri.
Kennarinn: — Af hverju er leðrið.
Drengurinn: — Af nauti.
Kennarinn: -— Rétt er nú það. GeturÖu þá ekki sagt
mér, hvaða dýr það er, sem gefur þér bæði skæði
og fæði?
Drengurinn: — Pabbi minn.
— Herra minn! Dóttir yðar hefir lofað að verða
konan mín.
—- Það er svo. Ekki get ég að þvi gert. Þér gátuð
sagt yður það sjálfur, að yður mundi verða hált á
því áður lyki að hanga svona yfir henni fjögur
kvöld i viku.
Nýtrúlofuð stúlka spurði unnusta sinn: — Þótti
pabba ekki vænt um, þegar þú sagðir honum frá
þessum 2000 krónum, sem þú hefir dregið saman?
Unnustinn: — Ég hugsa það, hann lánaði þær hjá
mér.
Rindindispostuli einn varð mjög hrifinn, er hann
heyrði veitingamann segja frá því, að hann fyrir
sitt leyti tæki bindindismenn langt fram yfir hóf-
drykkjumenn, og tók að grennslast eftir því, hvernig
hann hefði komizt á þessa skoðun. — Það er nú
svona, sagði veitingamaðurinn. Þarna kemur hóf-
drykkjumaður inn i veitingastofuna til min og pantar
kannske eina ölkollu, og svo situr hann og situr tim-
unum saman og les blöðin og þvælist fyrir. En bind-
indismaðurinn, hann skýzt inn um bakdyrnar, biður
(118)