Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 36
Váinö Tanner,
Stjórnmálaleiðtoginn finnski, Vainö Tanner, er
fœddur í Helsingfors árið 1881. Hann er af alþýðu-
fóiki kominn í báðar ættir og átti við bág kjör að búa
i uppvextinum, en tókst þó að afla sér menntunar og
lauk stúdentsprófi um aldamótin 1900. Hugur hans
stóð til hásltólanáms, en fjárhagsins vegna gat ekk-
ert orðið úr þvi að sinni, svo að Tanner fór á verzl-
unarskóla og fékk skömmu siðar rikisstyrk til að
kynna sér samvinnumál í Þýzkalandi. Þetta var óvænt
en verðskuldað happ fyrir Tanner og engu siður
fyrir samvinnuhreyfinguna finnsku, því að hann
hefir jafnan siðan verið einn ötulasti og mikilvirk-
asti starfsmaður finnsku samvinnufélaganna. í Þýzka-
landi dvaldi hann aðeins í tvö ár, en hvarf siðan
heim og tók við stjórn kaupfélagsins í Abo, þá að-
eins 22 ára að aldri. Honum geðjaðist vel kaupfélags-
stjórastaðan, en hafði hug á að afla sér frekari mennt-
unar og sagði þvi starfinu lausu eftir tvö ár og tók
að nema lögfræði við háskólann i Helsingfors. Meðan
á náminu stóð, vann hann fyrir sér með því að skrifa
í blöð jafnaðarmanna i Víborg og Björneborg. Þrátt
fyrir örðugar aðstæður, lauk hann lögfræðiprófi árið
1911 og gerðist málafærslumaður í Helsingfors. Mála-
færslustörfin urðu þó út undan fyrst um sinn, þvi
að Tanner varði nær öllum tíma sínum í þjónustu
samvinnuhreyfingarinnar og lét eklti heldur stjórn-
málin afskiptalaus. Hann tók sæti í stjórn samvinnu-
félaganna árið 1908, varð formaður hennar ári seinna
og gegndi því starfi, unz hann varð framkvæmdastjóri
Elanto árið 1915. Á þessum árum átti hann tvisvar
sæti á ráðgjafarþingi Finna, 1907—1910 og 1913—
1916, sem fulltrúi finnska verkamannaflokksins.
Þegar Tanner tók við framkvæmdastjórastöðu við
kaupfélagið Elanto í Helsingfors, hafði það starfað
(34)